Thursday, January 15, 2004

Leti dauðans. Hef ekki hina minnstu löngun til að hreyfa svo mikið sem eina tá. Er ekki hægt að fá eitthvað við þessu, svona innan löglegra og siðlegra marka? Af hverju hefur enginn fundið upp mig-langar-að-fara-að-læra töfluna? Hvernig væri að þessi gomma af vísindamönnum, sem allt þykjast geta, fari og finni hana upp. Það væri ágætt að fá í leiðinni ég-er-æðisleg og ég-get-allt töfluna. Fínt að fá þetta í bónus á 999 kr.
Hvenær ætla svo þessir kennara-skrattar að skila einkunnunum, mig langar að fara að fá námslánin mín...
Best að reyna að drattast á bókhlöðuna og læra eitthvað. En ég nenni ekki ein, og Kitta er að stinga af til Portugal, Hóa er ekki heima og veit ekki um fleiri sem nenna að fara á hlöðuna. Allt virðist vera á móti manni og ekkert manni í hag. Stærðfræðigreining og hjólferlar bíða í ofvæni eftir að vera lærð.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home