Friday, January 23, 2004

Jæja, núna er Kitta komin til London. Við hittumst heima á miðvikudagskvöldið og tjilluðum og átum eitthvað gott. Bjuggum til ekta súkklaði, Ilmur kom með osta og Gummi bakaði súkkulaðiköku. Ég gerði ávaxtaréttinn hennar Grétu systur. Svo vígðum við kristalinn. Var að reyna að kenna þeim að drekka kaffi og koniak. Fyrir þá sem hvorki drekka kaffi né koniak reyndist áskorunin þeim ofviða, en maður verður samt að prófa. Þær verða bara að reyna að herða sig í þessu. Ég reyni bara að aðstoða þær við það, legg mig alla fram ;)
Fékk sms frá Kittu í nótt. Hún var mætt á djammið á salsa-bar í London. Það hefði svo sem ekkert verið leiðinlegt að vera þar.

Svo er bóndadagurinn í dag og ég kemst ekkert útaf háskólasvæðinu. Stundum langar mig að hafa bíl og kunna að keyra, það kemur fyrir en sem betur fer ekki oft.
Ég náttúrulega steingleymdi bóndadeginum. Hringdi í Grétu í gær og hún var að tala um blómin sem hún hefði keypt handa Jóni og eitthvað fleira. Ég hrósaði henni bara fyrir rómantíkina og hvað hún væri nú sniðug að brjóta upp hversdagsleikann öðru hvoru. Nauðsynlegt fyrir öll sambönd. Hún var nú ekki alveg að fylgja og spurði hvort ég vissi ekki að bóndadagurinn væri á morgun og ég var alveg úti á túni. En þá var klukkan orðin ellefu, of seint til að gera nokkuð.
Svona verður þetta, núna þegar ég ætti raunverulega að halda bóndadaginn heilagan, þá rennur hann bara saman við aðra daga, og það á fyrsta hjúskaparári. Hvernig verður þetta eftir 25 ár? Vonandi fer það nú batnandi, skárra væri það nú ! Og gott betur, og svo miklu meira en það.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home