Fór í mat til Hóu. Óskaplega gott að fá almennilega að éta. Hryggur og ofurgott salat, svo kom Lára með súkkulaðiköku í eftirmat. Uummm. Geri aðrir betur! Það er til mikils að fara í ræktina, enda sér ekki högg á vatni !
Umræður við Ástu á msn um kynþokka kvenna. Skil ekki alveg hvað það er nákvæmlega sem karlmenn sjá við það að sofa hjá tveim eða fleiri kvennmönnum í einu. Mér finnst það algjört turn-off að ímynda mér að sofa hjá tveim karlmönnum í einu. Ég sé bara ekkert við það að eiga heilt búr af karlmönnum. Mikið rosalega er maður gamaldags.
Öll myndbönd ganga út á bera kvennmenn. Nú mætti lesa milli línanna að ég sé bara abbó af því að ég er ekki líklegasta manneskjan til að vera valin til að leika í svona myndbandi, en ég skil ekki af hverju einhver vill það yfirleitt. Hef ósjálfrátt þá skoðun að maður fái bara vissan kvóta af manngæðum og að sá sem eyddi miklu í útlit og vaxtalag hljóti að hafa lítið af persónuleika og gáfum. Þetta er náttúrulega ótrúlega ósanngjörn staðhæfing en til að styðja mál mitt þá held ég að stundum gagnist fallegt fólk það mikið upp í því að vera fallegt að annað kemst ekki að.
En ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því og reyni því ekki að láta það fara í pirrurnar á mér. En hvert fóru þá mínir mannkostir eiginlega? Ég er viss um að ég var ekki heima þegar pósturinn kom og það gleymdist að skila þeim til mín. Nema að það hafi verið svona naumt skammtað í þetta skiptið. Það brann allt við og ég fékk rétt skófirnar innan úr pottinum. Við höfum skipt þeim jafnt á milli okkar; ég, hænan og svínið. Ekki það að ég hafi nokkuð á móti hænum og svínum, þau eru mjög vel af guði gerð og hafa eflaust fengið bróðurhlutann.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home