Friday, January 16, 2004

Er að fara í Hveragerði um helgina. Nú á bara að liggja í leti og slappa af. Við verðum eflaust orðin geðveik hvort á öðru í lok helgarinnar.

Er búin að skrá mig á árshátíð hjá verkfræðinni. Hún á að vera á Hótel Örk í Hveragerði þann 20. febrúar. Verð í hotelherbergi þarna og þarf því ekki að dröslast í rútu heim um miðja nótt.

Matseðill:
-Rjómalöguð koníakstónuð humarsúpa

-Heilsteikt nautafillé með smjördeigskartöflum,
létt steiktu grænmeti og piparsósu

-Nougat ís á stökkum botni með konfektsósu og ferskum ávöxtum

Hljómsveitin Pass frá Hveragerði og DJ Steinar spila fyrir dansi.

Viss um að það verður ýkt stuð og vona bara að sem flestir fari. Nú erum við mikið samþjappaðri hópur en í fyrra og þetta er líka mun ódýrara. Nú verður Reynir bara að fara að skila stærðfræðigreiningunni svo að ég fái námslánin mín og geti farið að kaupa mér kjól og fínerí...
Það væri líka ágætt að fara að fá út úr spænska ritgerðaráfanganum. Hvað ætlar fólk eiginlega að vera lengi að dunda sér við þetta?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home