Saturday, January 24, 2004

Bóndadagurinn reddaðist gæfulega. Ég hljóp heim úr skólanum þegar ég var búin í gær, bakaði banana-súkkulaði muffins, tók til, skúraði og skrúbbaði. Svo fór ég í búðina með Ilmi og keypti geðveika skyrtu (að mínu áliti), fór í ríkið og keypti kippu af bjór og eina stóra rós. Fyrst þegar Gummi sá skyrtuna, þegar hann leit ofan í gjafapokann, þá hélt hann að þetta væru nærbuxur. Svo þegar ég fræddi hann um að þetta væri skyrta þá setti hann upp ,,please don't make me" svipinn. En hún passaði svona fínt og þegar hann var kominn í hana þá ,,var hún svo sem allt í lagi". Ég nefninlega held, eins lítið og ég hef nú af kvenngenum, þá hafi ég minnst kosti meira vit á fötum en Gummi.
Þegar Gummi var búinn að skoða gjafirnar þá kom allt í einu uppgötvunarsvipur á hann og hann hrópaði: ,, nú skil ég... það kemur nefninlega bráðum konudagur". Hann hefur greinilega ekki mikla trú á gjafmildi minni og góðmennsku. Enda hef ég svo sem ekkert verið að fríka henni.

Spiluðum við Ilmi og Halla í gær, Mr. and Mrs. og komumst að því að við bara þekkjumst ekki neitt. En við höfum alla ævina til að kynnast þannig að við þurfum ekki að örvænta.

Fór á bókhlöðuna í dag og brain-storm-aði. Það voru ekki margir þarna og enginn sem ég þekkti. Ég er svo mikill ræfill að mér leiðist svo að fara ein niður í mat og þegar ég komst að því að það væri enginn þarna sem ég þekkti, þá bældi ég bara niður hungurverkina og hélt áfram að kynna mér vigra á stikaformi... what a live...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home