Monday, May 11, 2009

Fer að líða að prófum og kominn tími á að blogga ;)

Í morgun átti ég að halda fyrirlestur, ósköp venjulegan svo sem. Fjallaði um filtera sem notaðir eru í ljósmyndum. Ekki þessa sem maður setur framan á myndavélina áður en maður tekur mynd heldur þessa sem maður forritar og beitir á myndina eftirá. Þetta er þriðji fyrirlesturinn sem ég held í þessum áfanga og á einhverja eftir. Fyrirlestrana þarf ég að flytja á spænsku sem og glærurnar sem ég legg fram með. Eftir áralanga þjálfun frá því í MA er þetta ekki svo mikið mál.

Fyrir nokkrum dögum var foreldradagur í leikskólanum. Ekki þessi þar sem foreldrarnir þurfa að fara á fund heldur mættu bara foreldrar Bergrósar þennan dag og hún kynnti okkur fyrir leikfélögum sínum. Við áttum að svo að gera eitthvað með hópnum eða fyrir hópinn.
Ég hugsaði stíft alla vikuna, hvað við gætum gert. Hugmyndaflugið var ekkert og við enduðum á að lesa fyrir þau smásögu úr sveitinni og sýna þeim íslensku dýrin. Síðan sungum við fyrir þau nokkur íslensk lög sem Bergrós kann svona la la. Gamli njóli er í sérstöku uppáhaldi.
Ég var með hnút í maganum alla leiðina upp á leikskóla og eiginlega þungt um andadrátt þegar við fórum inn í stofuna. Bergrós var voðalega hissa að sjá okkur en hafði bara gaman að því og hún fékk að vera miðpunktur athyglinnar á leikskólanum í smá stund.

Ályktun: Mér reynist auðveldara að flytja fyrirlestur um forritun digital myndvinnslu á spænsku fyrir fullt af fólki en að leyfa dóttur minni að kynna mig fyrir leikfélögunum sínum í skólanum.
Niðurstaða: ég er búin að vera í skóla í 22 ár en mamma bara í næstum tvö... Bergrós verður trúlega flutt að heiman áður en þetta gengur yfir og Bobbí verður á..."mamma mín er lúði" skeiðinu og vill ekkert með mig hafa.
Er ekki hægt að fara á námskeið í þessu eins og öðru?

3 Comments:

Blogger sunnaogjonina said...

Þarna kemur það, ég skildi aldrei hvað krakkin þinn var að syngja! Gamli njóli!

5:28 PM  
Anonymous Anonymous said...

Það eru náttúrulega bara pyntingar að láta mann vera með eitthvað atriði á leikskóla !! Ég yrði stressaðri fyrir það en að sinna sjúklingi í hjartabilun !!
Berglind.

8:37 PM  
Blogger Katrín said...

Okey með spænsku lögin, en gamla nóa nær hún nokkuð vel, þó Nói félaginn sé hálfgerður njóli ;)

Lítil börn eru litlir vargar sem tæta mann í sig við minnsta tilefni. Þetta er rétt eins og að henda manni fyrir úlfana!

11:49 AM  

Post a Comment

<< Home