Wednesday, May 13, 2009

Það er í inn að vera í saumaklúbb eða matarklúbb, nema hvortveggja sé... Ég hef aldrei á ævi minni verið í hvorugu. Það næsta sem ég kemst því að vera í saumaklúbb voru handavinnutímarnir hjá mömmu. Þeir voru nú ótrúlega skemmtilegir stundum, en það versta var að mamma fékk allt slúðrið beint í æð. Stundum létu bekkjarsysturnar óþarflega margt flakka svona miðað við að mamma var á svæðinu, en hún höndlaði það alveg ótrúlega vel.
Matarklúbburinn minn þessa dagana væri Luismi sem mætir reglulega með pizzu og bjór og vill fá félagsskap við að horfa á fótboltann. Ekki slæmt, ég er minnst kosti ýmsu fróðari um fótbolta en ég var áður.

Stundum sé ég fæðingarorlofið fyrri mér í hyllingum milli þess sem ég er fullviss um að ég eigi eftir að veslast upp úr leiðindum. Ég tók mjög lítið fæðingarorlof þegar ég var með Bergrós, en er að spá í að bæta aðeins úr því með Bobbý félagann. Ætla að dútla í 2 fögum og lokaverkefni. Fer aðeins eftir fjárhagnum hvort ég get leyft mér að láta það endast í hálft ár eða ár en vonandi a.m.k. hálft ár.
Kannski hef ég þá tíma til að skrá mig í matar og saumaklúbba... tíma til að fara í ræktina... leika við Bergrós... fara í gegnum myndasafnið... lesa allar bækurnar á ,,to read-listanum"... dútla mér í forritun... sinna vinum og kunningjum... elda góðan mat... fara í fjallgöngur og eiga mér smá líf...


Ég á s.s. að vera að læra núna og sit og læt mig dreyma um allt sem ég ætla að gera þegar þessi prófatörn er búin! Þetta gerist í öllum prófatörnum og af reynslu þá veit ég að þetta eru allt fjarlægir draumar. Þetta er eitthvað sem hinir tala um en einhvern veginn passa ég ekki inn í þetta mynstur þó ég sjái það fyrir mér í hyllingum.

3 Comments:

Blogger raggatagga said...

Sinna öllum vinum og kunningjum...í gegnum skype frá Norge eða :)

7:59 PM  
Blogger Katrín said...

Skype er nú ýmsum hæfileikum gætt! sem dæmi má nefna er ég að baksast við að sinna móðurhlutverkinu þar í gegn... við misgóðar undirtektir afkvæmisins ;)

Þú ert nú að flytja svo nálægt að þér er engin vorkunn að heimsækja mig öðru hvoru! Ég verð þessi ofur-heimavinnandi húsmóðir... ávalt !!!með heitt á könnunni og nýbakað... vittu til uhu...

9:16 PM  
Anonymous Anonymous said...

Held það hafi eitt gleymst inní fæðingarorlofsplanið, það er litla barnið sem þarf að sinna hehe... og gott að þú ætlar BARA að dútla þér í tveimur fögum og lokaverkefni, þú átt eftir að hafa nógan tíma aflögu fyrir fjallgöngur... kaldhæðnistónninn skín í gegn, ég veit ;) en held þú þekkir sjálfa þig nógu vel til að vita að þú verður ekki verkefnalaus :)
Kram
Gréta syss

12:22 PM  

Post a Comment

<< Home