Monday, February 02, 2009


Stundum get ég bara setið hugsað og hugsað þangað til mér verður illt í hausnum af því að ég kemst ekki að niðurstöðu. Stundum er bara gott að vera einfaldur í hugsun og vera ekkert að flækja málin. Ef einhver spyr: hvað eru peningar? þá myndi ég í fljótu bragði svara mælikvarði á verðgildi. Fyrir peninga er hægt að borga hluti og þetta er einhvers konar mælikvarði á hvers virði eitthvað er. Það er bara til visst mikið af þeim í heiminum. Hvert land hefur sinn pening, eða mörg saman og síðan getur peningurinn hækkað og lækkað... Okey! Get samþykkt það, það verður eitthvað að standa á bak við pappírinn. Svo er allt í einu framboð og eftirspurn eftir peningnum farið að hafa áhrif á gengi hans. Þarna fara hjólin í hausnum á mér aðeins að hökta. Versla með peninga, við erum að tala um að kaupa peninga fyrir peningana. Það sem verra er þá hefur það áhrif á gengi peningsins umfram virði hans. Við erum ekki lengur að kaupa veraldlega hluti fyrir peninginn, við erum ekki að fá borgað fyrir unna vinnu eða mat til að seðja hungrið.

Ekki það að ég braska eins og ég mögulega get með flutninga á peningum, enda þarf maður aðeins að reyna að vera með fingurinn á púlsinum þar sem tekjur eru í einni mynt og eyðsla í annari. Þetta var voðalega þægilegt líf á meðan krónan var svona sterk en hvað er það sanngjarnt gagnvart hinum. Þá var mín sko ekki að væla!

Ég vil bara fá eina alheimsmynt, ekkert vesen! og ekki dollara eða evru. Við getum bara skýrt það Universal. Þá kemur upp annað. Verðbólga, vaxtamunur og einkaneyðsla virðist vera nauðsynleg fyrir hagkerfi heimsins. Uhu... það er eitthvað mikið að skipulagningunni í hagkerfum heimsins. Það þarf að setjast niður og endurskipuleggja þetta allt frá grunni. Eitthvað hérna er ekki alveg að virka.

Svo hugsa ég. Það er kreppa og allir hafa það bágt. Bandaríkjamenn í skítnum, Evrópa á leiðinni þangað og Asía er að sogast niður með okkur. Hugsiði aldrei, hvert fór allur peningurinn? Hvar er hann?

Í Kína, of all places? Kínverjar flytja og flytja út, vörur á algjörlega ósamkeppnishæfu verði. Við kaupum og kaupum, vörur koma peningar fara. Kínverjar eru ekki að hleypa almenningi upp í einhverja vitleysu. Þetta er allt mjög svo ,,kontrolað" og þeir kunna að spara. Eða öllu heldur þeir spara peninginn og lána Bandaríkjamönnum hann svo þeir geti keypt af þeim meira dót. S.s. dótið fer frá Kína til Bandaríkjanna í skiptum fyrir peninga sem enda svo aftur þar. Það eina sem gerist er að einhverjar rauðar tölur í Bandaríkjunum hækkar og að sama skapi hækka debet tölurnar í Kína. Hvað gerist svo þegar á að fara að gera upp? Eignast Kínverjarnir okkur öllsömul?

Eða eru það olíufurstarnir? Þeir eru samt duglegir að eyða! en enn duglegri að fá í kassann.

Þetta er samt heimskulegt. Ef við setum upp öfgadæmi, að félaginn í Quatar sé bara með jákvæðan viðskiptahalla upp á einhverja þúsundir milljarða næstu 10 árin og safnar bara peningunum. Lánar engum þá, safnar þeim bara. Þá verðum við öll fátæk, við förum aftur að búa í torfkofum og lifa á signum fiski og lifa á vöruskiptum. Enginn hefur efni á að kaupa neitt, enginn getur selt neitt og keðjuverkunin étur þetta allt upp. DÆMIÐ GENGUR EKKI UPP...
Ef það verður bara bannað að safna peningum, peningar verða að vera í umferð mega ekki stoppa, þá fyrnast þeir bara... Norðmenn myndu hætta að safna olíusjóðnum, heldur safna olíu. Selja hana bara jafnóðum fyrir eyðslu. Norðmenn eyða engu þannig að þeir myndu bara safna olíu. Við erum aftur komin út í að lifa á vöruskiptum.

Ég skil ekki hagkerfi heimsins, ég kemst ekki að neinni niðurstöðu með þetta. Þetta er orðið súríalískt blogg og ég er farin að sofa. Ég leysi þetta varla í kvöld frekra en annað... og þá allra síst síðasta vorprófið í GIS... oooohhhhhh

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Varstu andvaka Katrín mín og manísk í hugsun eins og maður verður alltaf. Þá verður mjög nærtækt að upphugsa lausnir á alheimsvandanum :)
Berglind

10:13 AM  
Anonymous Anonymous said...

úfff....nú hefur mín verið búin með of mikið kaffi...ég var allavega í löngu hætt að meðtaka skilaboðin.
Þú ættir kannski að fara í stjórnmál Katrín? Þú getur skeggrætt við sjálfan þig svo ég skil ennþá minna í hlutnum nú en áður....alveg eins og ekta pólitíkus, sem gerir starfið sitt svo flókið í augum almennings að það verður bara þakklátt fyrir að það nenni einhver að vinna vinnuna hans yfir höfuð, og hugsar...úff gott að ég er ekki í hans sporum.
Hildur í Holti - antípólitískust

11:08 AM  

Post a Comment

<< Home