Thursday, February 05, 2009


Aldrei þessu vant horfði ég á sjónvarpið í gær. Reyndar ekki sjónvarpið þar sem sjónvarpið sem við fengum lánað er töluvert minna en tölvuskjárinn þannig að hann er frekar notaður ;)
Never the less... þá horfði ég á mynd með Will Smith, Seven Pounds held ég að hún heiti. Skrítið að horfa á Will Smith í þessu hlutverki þar sem það er ekkert sérlega fyndið neitt.
Þetta er frekar nýleg mynd held ég og ef einhverjir vilja sjá hana og ekkert um hana vita ekki lesa lengra ;)

Í framhaldi af myndinni fór ég að hugsa um líffæragjafir. Það eru mjög ströng lög um allt er líffæra gjafir varðar og ekki leyfilegt að nota deyjandi fólk eins einhverja varahlutaverslun.
Einhvern tímann fyrir löngu síðan fékk ég skírteini sem ég hef alltaf haft í veskinu mínu um að ef ég ferst af slysförum þá megi hirða úr mér líffærin til líffæragjafa. Margir hafa spurt mig hvar ég hafi fengið þetta en ég get ómögulega munað hvar, gæti verið FSA. Þetta finnst mér mjög nauðsynlegt. Ef til þess kæmi, í óvæntu slysi, þá situr fjölskyldan mín ekki uppi með að þurfa að taka þessa ákvörðun. Ég held það geti verið að það sé erfitt að missa ástvin og leyfa í beinu framhaldi að hann verði bútaður niður í varahluti. Eins þarf þetta skírteini að vera til taks þannig að ef skammur tími er til stefnu þá sé hægt um leið og ljóst er hvernig staðan er að varðveita líffærin því það er ekki eins og að þau nýtist neinum einhverjum dögum seinna er nauðsynlegir pappírar hafa verið undirritaðir.

Það er hægt að undanskilja einhver líffæri ef maður vill ekki að þau fari. Fyrir mér er líffæri bara líffæri, mér finnst frábært ef hjartað slær áfram og augun halda áfram að sjá þó svo að ég sé ekki þeirrar gæfu aðnjótandi að upplifa það. Með því get ég gefið öðrum færi á því að njóta áframhaldandi tilveru á jörðinni.

Það er kannski frekar spurning um hver vilji hjartað úr mér;) Svo spái ég í hvort hann sjái það sama og ég með augunum mínum.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Miðað við bloggfærslurnar þínar síðustu daga held ég að spurningin hljóti frekar að vera hver vill heilann úr þér ??? :) Hann verður hvort sem er örugglega allveg brunnin yfir ... :)
Berglind

5:21 PM  
Blogger Katrín said...

Hehe... hann hefur alltaf verið helvíti súrsaður greyið!

Það eru nú ekki nema 20 dagar eftir af þessari prófatörn;) þessu fer að ljúka... vona að greyið haldi það út réttu megin við línuna :)

7:19 PM  
Blogger Kristjana said...

Sammála þér, það ættu allir að velta þessu fyrir sér. Þess vegna fíla ég kerfið hérna í Bandaríkjunum, hér er maður beðinn um að taka afstöðu til líffæragjafar um leið og maður sækir um ökuskírteini eða nafnskírteini. Svo fær maður í hendurnar skírteini með eða án bleikrar doppu í einu horninu. Snyrtilegt og staðlað og vottað af starfsfólki DMV, svo að enginn lendir í því að þurfa að taka ákvarðanir fyrir mann.

8:00 AM  

Post a Comment

<< Home