Saturday, January 24, 2009Mér varð hugsað til konu einnar, ein þeirra sem hvað mest áhrif hafa haft á mitt líf og mína persónu. Ein af þeim sem gerði veröldina betri sem og mig að betri manneskju. Ef hver og einn í veröldinni fengið lítið brot af hennar einstaka persónuleika þá væri veröldin mun betri heimur en hún er í dag. Ég vildi óska þess að ég væri líkari þessari einstöku konu, en hún var einmitt einstök því það mun aðeins vera til ein hún.
Ég er að tala um Ömmu mína á Gunnarsstöðum, öðru nafni Silla á Gunnarsstöðum. Þegar ég las þessa frétt þá varð mér hugsað til hennar og hennar ótrúlegu hugspeki. Ég hef ekki farið leynt með andúð mína á Bretum þessa dagana, ég er ósátt við hvernig þeir tókust á við efnahagshrunið á Íslandi. Þeir gerðu ástandið verra en það var og lögðu sig fram við að sverta okkar mannorð meir en orðið var til að upphefja eigin orðstýr í von um að bjarga eigin skinni. Það er ekki laust við að það hlakki í manni er maður les um þeirra eigin efnahagsófarir, ótrúlega líkt í sniðum og okkar eigin efnahagshrun.
Svo var ég að lesa þessa grein. Alveg datt mér hún amma mín í hug...

Bretar lögðu okkur í einelti er bankarnir hrundu, aftur og aftur komu breskir pólitíkusar fram opinberlega og níddu land og þjóð niður í skítinn. Við erum enn á hryðjuverkahópalista í Bretlandi og þeir hafa enn frystar íslenskar eignir í Bretlandi því okkur er ekki treystandi. Þeir rakka okkur niður fyrir að ætla einungis að fara eftir evrópskum lögum í endurgreiðslu inneigna þó vitandi að hinir almennu borgarar á komandi árum komi til með að borga þetta með auknum sköttum og skerðingu í mennta og heilbrigðiskerfi hér á landi.
Það kemur frétt um að breskir ellilífeyrisþegar séu að drepast úr kulda, við erum að tala um 260 þúsund ellilífeyrisþega undanfarin 10 ár. Ég á nú erfitt með að trúa þessari tölu, bara brot af henni væri allt of mikið.
Við gjaldþrota, mannorðslausa og ótreystandi þjóð sendum þeim heilan gám af lopapeysum í tilraun til að láta aumingja gamla fólkinu líða betur. Margir fréttavefir og sjónvarpstöðvar á Bretlandi hafa birt þetta og mér fellur þessi umfjöllun mun betur en sú er áður var.

No matter what you try You Can’t Break the Strings in Our Olympic Hearts


Mamma var með kastaníubrúnt þykkt og mikið hár. Mikið rosalega langaði mig, og langar enn, til að hafa fengið eitthvað af því. Ég var alltaf sögð svo lík henni, við Gréta erum sagðar líkjast móðurættinni og Axel og Sirrý föðurættinni. Mamma og pabbi skiptu þessu jafnt.
Einhvern tímann sagði mamma við mig í glettni er eiginleikar föðurættarinnar bar á góma..." það eina sem þú hefur frá pabba þínum er drullubrúna hárið hans"... Þessu var bara slett fram og síðan héldu samræðurnar áfram eins og leið þeirra lá. Þessi orð brenndu sig inn í vitund mína og það var ekki sjaldan sem ég minnti hana á þau eftir að ég komst yfir særindin sem þau ullu. Hún sagði einhverju síðar að hún hefði aldrei sagt þetta ef hana hefði grunað að ég tæki þetta svona nærri mér.
Ætli það hafi ekki einmitt verið það sem mig fékk ekki úr föðurættinni, sjálfstraustið til að þola gagnrýnina, og fyrst fólk sagði að ég væri eins og mamma vildi ég náttúrulega vera eins og pabbi.
En helst af öllu hefði ég viljað líkjast ömmu á Gunnarsstöðum eitthvað en ég nýt góðs af því að hafa alist upp í næsta húsi og hún reyndi hvað hún gat að leiðbeina þessari ótukt sonardóttur sinni inn á braut manngæskunnar. Ég reyni að varðveita það, en ég hefði samt örugglega sent þeim línuna... það er hlýtt í helvíti, þar sem þið endið öll sömul með Gordon Brown í broddi fylkingar!

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ég fékk líka sting í hjartað og pínu tár í augun þegar ég frétti af þessari lopapeysusöfnun.

Auðvitað á maður að launa illt með góðu .. eða þannig, ekki það að bresku ellilífeyrisþegarnir hafi gert íslendingum neitt illt

Annars er merkilegt hvað ömmur eru vel gefnar. Ég vona að þetta komi með aldrinum því ég er hrædd um að þetta hafi ekkert svo mikið komið með genunum. Ekki í mínu tilfelli í það minnsta.

Vona að það sé í lagi með ykkur í þessu brjálaða veðri þarna á spáni :)

9:10 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hvaða hvaða, þú þarf ekkert að vera að kvarta þó þú hafir ekki meira frá Ömmu niðurfrá... þú fékkst svo marga eiginleika frá Ömmu í Helgó bwaaaaahahahaha
en ég er sammála þessu með lopapeysurnar, þessir eldri borgarar fá greinilega líka skít og skömm frá Breskum stjórnvöldum þannig að það er um að gera fyrir Íslendinga að sýna smá göfuglyndi í þeirra garð
Gréta syss

11:41 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hmm, Greta, þú ættir nú ekki að gera mikið grín að öðrum , þú ert jú sú sem er nafna hennar ömmu í helgó og veit nu ekki betur en þú eigir Helgamagrastræti 19, það toppar þig einginn með nálgunina við hana ;)

Axel brói

9:35 PM  
Anonymous Anonymous said...

satt satt, og ekki gleyma að ég á aðra nöfnu hennar líka ;o) Emilíu mína

5:55 PM  
Blogger Ilmur said...

Hahaa þið eruð ágæt.. og Katrín.. Ef þú sæir dauðvona gamla krumpaða breska kellíngarálku (eins og þú myndir sjálfsagt orða það) þá myndir þú eflaust vorkenna henni, klæða þig úr hosunum og lopapeysunni og skutla yfir hana á stundinni. Þú ert nú ekki illkvitnari en svo Katrín mín. En ef hinsvegar Gordon Brown væri að frjósa.. þá aftur á móti gæti ég vel trúað þér til að gefa honum frystiskáp og segja við hann "viltu þá ekki gera þetta almennilega ó-"hóst"-vinur og leggjast bara strax í kistuna".

Knús og milljón kossar, miss you soooo much. Ferðu ekki að kíkja á frónið? Sumar??? Þú verður nú að mæta með mér niðrá Austurvöll og skála með mér í kampavíni þegar hann Dabbi vinur okkar fær reisupassann frá Jóhönnu og skála fyrir frænda þínum og tilvonandi.. allavega vonandi ráðherra!!! Til er ég - ert þú game?!! :)

Kv. Ilmur

11:54 AM  
Blogger Ilmur said...

P.s. og pældu í því Katrín, ég er búin að finna meiri fáviskufræðing í sveitamálum en mig! Það var maður í Útsvari (íslenskur spurningaþáttur milli sveitafélaganna) sem vissi ekki hvað HOSUR væru!!! Hann átti að leika hosur, svona eins og í actionary og hann bara yppti öxlum og sagðist ekki vita hvað þetta væri!!!!!! JA HÉRNA HÉR! ég meina, Jóhann Ási veit hvað hosur eru - og hann er bara 2ja ára !!! svéimérþá, svo ekki sé meira sagt.

11:57 AM  

Post a Comment

<< Home