Wednesday, November 26, 2008

Var að koma frá tutor-num mínum. Verkefnið er á síðustu metrunum og ég líka! Náði mér í einhverja vibba pest og hausinn á mér er fullur af hori! Mestmegnis safnast það bak við hægra augað og ég finn til bak við augabrúnina og kinnbeinið. Þess fyrir utan moka ég reglulega út hori í massavís. Er nokkuð viss um að í góðri snýtu nær ég alveg matskeið...
Fyrir utan það hvernig þetta fer svo í skapið á mér!

Never the less... fékk seinni hlutann af verkefninu yfirfarinn. Vinur minn Andrés vinnur uppi í skóla í rannsóknarverkefni og mikið með tutor-num mínum. Fyrr í vikunni vorum við langt fram á nótt að lesa yfir verkefnið og leiðrétta stafsetningu, málfræði og málfar. Hann og Rocio hafa hjálpað mér með að lesa aðeins yfir áður en ég skila inn köflunum svo kennaragreyið geti leiðrétt eitthvað meira en bara stafsetningu og málfræði. Ég sagði tutornum að Andrés væri að hjálpa mér að lesa yfir og svona, sem honum fannst mjög gott, en núna bendir hann Andrési á villurnar sem hann leiðrétti ekki hjá mér...
Ég hef samt lært ótrúlega mikið á þessu verkefni. Það að skrifa ópersónulega formlega ritgerð á öðru máli en sínu eigin er frekar strembið.

Spánverjar eru mjög strangir á allri málfræði og stafsetningu. Það er mjög illa séð að maður geri stafsetningarvillur hérna í háskólanum. Stafsetningarvillur eru einnig misnotkun á kommum, gæsalöppum, tvípunktum etc.. Ég man ekki mikið eftir að kennarar hafi beitt sér fyrir því í háskólanum heima. Kannski vorum við bara svona góð í stafsetninu ;) Kennarar hérna eiga það til að neita að taka við verkefnum sem ekki eru tiltölulega rétt skrifuð. Það þykir hneisa að háskólamenntað fólk skuli ekki skrifa og tala rétt.
Sem betur fer mæti ég nú smá skilningi hvað þetta varðar. Að minnsta kosti leiðréttir tutorinn minn stafsetninguna svo ég geti lagað þetta(eftir að við Andrés löguðum það áður)Ég fæ ekki að skila þessu inn til dómnefndar fyrr en þetta er algjörlega stafsetningar og málfræðilega rétt.

Það er farið að kólna hérna á Spáni. Í Sierra Nevada, sem er skíðasvæðið hérna klst. frá, fór það í -15 gráður. Ég verð eiginlega að fara að finna mér "ömmu" fyrir Bergrós hérna, einhverja sem getur passað í lengri tíma. Mig langar svo að fara á skíði og þá að Gummi komi með. Maður fer samt ekki þangað að leigja dótið og allt nema fyrir alveg heilann dag sem þýðir að fara héðan kl. 7 um morgun og koma aftur kl. 9 um kvöld.

En það verður ekki fyrr en eftir skil og próf !!!

Besitos amigos! Anda ya!

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Já Katrín við erum einmitt svo góð í "stafsetninu";)
Reyndar finnst mér að háskólakennarar hér mættu gera meiri kröfur til málfræði og stafsetningar. Við kennaranemarnir höfum verið að gera hópverkefni og í umræðum á netinu og það er hrikalegt hvað nokkrir samnemendur mínir skrifa vitlaust. Og þeir eru að læra að verða kennarar sjálfir, jæts.
Annars er greinilega að koma próftíð hjá þér, bloggfærslurnar koma bara á færibandi;)

1:08 PM  
Blogger Katrín said...

Það er nú lágmark að kennarar skrifi og tali nú nokkurn veginn rétt. Því er nú andskotans ver að svo er ekki.
En þar sem núna er kreppuástand og allir vilja fara að vinna hjá ríkinu... kennarastöður verða eflaust mjög eftirsóttar þá kannski herðast kröfurnar...
Hérna á Spáni er slegist um að komast í kennarastöður, en það er reyndar af því að æviráðningar eru enn í gangi. Þegar þú ert komin inn er bara hið ljúfa líf framundan. Það hefur sína galla...

Maður finnur sér alltaf eitthvað annað að gera þegar maður er í prófum. Reyndar er ég við tölvuna allann daginn þar sem ég er að skrifa lokaverkefnið... það væri óskandi að þeir myndu spyrja upp úr mogganum á prófinu. Ég kann hann utanað síðan ég byrjaði prófalestur ;)

8:52 PM  

Post a Comment

<< Home