Wednesday, November 19, 2008

Kennarinn minn sendi mér póst með blaðagrein sem hann las:




Á Íslandi búa einungis 300 þús. persónur. (Sagði kennaranum mínum að reyndar væru það 317 þús. skv. síðustu tölum. Hann var ekki alveg að átta sig á mikilvægi 17 þúsund manneskja í þetta fámennu samfélagi)

Hlutfallslega:
Á Íslandi er fallegasta kvennfólkið, við höfum unnið Miss World (einu sinni segja þeir reyndar þarna)
Á Íslandi eru sterkustu karlmennirnir, við eigum tvo vinningshafa í heimsins sterkasti karlmaður.
Á Íslandi eru 99.9% þjóðarinnar læs.
Á Íslandi er enginn her. Við erum friðarsinnar og augljóslega gott að búa þar.
Á Íslandi erum við í öðru sæti yfir að lifa lengst í heiminum, 81.5 ár.

Svo kemur í framhaldi... það sem þau þurfa ekki að vera stolt af eru skuldirnar. Fyrir 6 árum voru skuldirnar bankanna í útlöndum 26 þús. dollarar á haus en í dag eru það 280 þús. dollarar á haus.

Við Gummi erum náttúrulega talandi dæmi fyrir þetta... nema það hefur ekki enn komið í ljós þetta með 81.5 árið ;)

Er þetta sýn útlendinga almennt á Íslandi. Við erum falleg, sterk, menntuð og góð en umfram allt spillt...

3 Comments:

Blogger sunnaogjonina said...

Hahaha tetta er alveg satt, tid Gummi erud alveg hinir daemigerdu Islendingar, ta er eg adalega ad meina hvad tid erud otrulega falleg audvitad....

6:40 PM  
Blogger Katrín said...

og sterk... ekki gleyma því :)og svo læs ofan á all þetta ;)

6:46 PM  
Blogger Kristjana said...

Deudalandia? Uff, kannski vid aettum bara ad taka thetta upp. Skuldland.

9:06 PM  

Post a Comment

<< Home