Thursday, June 26, 2008
Stubbur litli er farinn í ferðalag. Hún fór með pabba sínum með lestinni kl. 3 í gær. Gummi var að hringja og þá sat hann á Keflavíkurflugvelli að bíða eftir Tóta. Ferðalagið gékk víst alveg ótrúlega vel, enda er litla Bergrós að verða býsna veraldarvön þegar að þeim kemur. Ég held í alvörunni að henni finnist gaman að ferðast, það er alltaf eitthvað um að vera í kringum hana.

Strákarnir í íbúðinni hérna við hliðina voru alveg vissir um að Gummi kæmist aldrei alla leið með hana. Hver myndi hleypa úr landi karlmanni með þetta lítið barn. Í ofanálag til að hann komist með góðu móti með farangurinn þá er hann með svona ferðalangabakpoka svo hann hafi hendurnar lausar til að sinna Bergrós. Með sitt síða hár og skeggbrodda þá lýtur hann út fyrir að vera puttalingur með tíeyring í vasanum.

Ég skal alveg viðurkenna að það var skrítið að horfa á eftir lestinni. Rocio skutlaði okkur á lestarstöðina þar sem engir leigubílar voru fáanlegir í síestunni (Spánverjar!!!). Það var ágætt því þá þurfti ég ekki að labba ein heim. Gaspar hringdi svo í gær því hann vantaði hjálp við að breyta matlab forriti sem ég gerði í fyrra og sem hann ætlar að skila inn núna. Ég held það hafi bara verið yfirskin til að athuga hvort ég væri á lífi. Þeim finnst þetta voðalega skrítið, að þau fari bara heim á undan mér. Ég var að reyna að útskýra að það hentaði bara betur í þessu tilfelli en fjölskyldan er það mikilvægasta hérna á Spáni og þeim finnst Íslendingar vera ótrúlegir þumbar.
Ég horfði svo á leikinn Þjóðverjar - Tyrkir með þeim og við pöntuðum okkur eitthvað að éta.
Núna tekur svo alvaran við, jarðeðlisfræðiprófið er næst !

Prófið í gær gékk ekki vel :( Þetta voru þrjú próf, eða próf í þremur hlutum og maður verðu að ná öllum til að fá það gilt. Þetta er voðalega vinsælt kerfi hjá þeim hérna, sem hentar mér ekkert rosalega vel þar sem yfirleitt gengur mér mjög vel í reikningnum en illa í fræðihlutanum.
En svo var ekki í þetta skiptið. Fræðihlutinn gékk brill, ég fékk ekki ritgerðarspurninguna sem ég vildi úr verklegahlutanum, en ég held ég hafi reddað þvi fyrir horn. Í reiknihlutanum voru tvö dæmi og ég hreinlega fattaði ekki annað þeirra. Vissi ekki bara í veröldinni hvernig ég átti að leysa það. Mér gékk vel með hitt dæmið en hvort ég leysti það upp á 10 veit ég ekki... svo nú er bara að grenja og bloggumþað ;)

En best að fara að reyna að troða einhverri þekkingu inn í þennan haus minn.

Ef þið sjáið stubbinn minn einhversstaðar á þvælingi þá kannki takið hann uppí;)

8 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hlakka svo til að fá þig heim... ég skal sko sannarlega taka stubbinn upp í ef ég sé hana á ferðinni ;o)
kv. Gréta syss

1:47 PM  
Blogger Katrín said...

Uhu... ert þú ekki sjálf á puttanum?

1:48 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég skal taka báða stubbana upp í, og jafnvel bjóða upp á sófapláss! Hlakka til að sjá ykkur öll.
KV Ragga

5:57 PM  
Blogger Katrín said...

:) Þau fóru með flugi til Egilsstaða í dag. Koma svo að ná í mig til Reykjavíkur þann 7.júlí. Helgina eftir verðum við á Ak. sem mér skylst að gæti endað í Ásbyrgi. Þá kíki ég í kaffi og hef sófann á bak við eyrað ;) ef mig vantar gistingu :)
Og næ í könnuna og kem henni til skila hahahahaha ;)

Er að klepra hérna yfir bókunum. MIG LANGAR HEIM !!!!!!!! og hlakka svo til að sjá þig líka :)

7:51 AM  
Anonymous Anonymous said...

sætasta mynd í geimi !

11:28 AM  
Blogger Kristjana said...

Ómótstæðileg mynd! Snemma beygist krókurinn. Hún fer á puttanum um allan heim eftir sautján ár eða svo og þið Gummi verðið gráhærð af stressi.

Ég sýndi Keith og hann sagði áhyggjufullur "She can´t pick that up!" Hann heldur líklega að þið notið hana sem burðardýr...

5:41 PM  
Blogger Katrín said...

Hehe :) Hun hreinlega elskar að ferðast !
Hún fékk alla athyglina á leiðinni og neitaði að sofa af því að allt var svo spennandi. Farþegarnir í lestinni og flugvélinni voru duglegir að rugla í henni og hún var alsæl með það.

Og ég hugsa að það sé betra að ala hana upp á Spáni. Ég sé núna að íslenskt uppeldi er ekkert fyrir börn ;)
Gott kaþólskt uppeldi er málið! ;)

6:53 PM  
Anonymous Anonymous said...

ÆÐISLEG mynd, og haha, ég sé Keith fyrir mér segja þetta :) Heyrðu það er bara aldrei að vita nema ég verði líka stödd fyrir norðan helgina eftir 7. júlí. Verð allavega í sumarfríi frá og með 9. júlí og planið er að ferðast, ferðast, ferðast.

HLAKKA SVOOOOO TIL AÐ SJÁ ÞIG!
kv. Ilmur

4:33 AM  

Post a Comment

<< Home