Monday, May 26, 2008

Vitiði að ég fer óeðlilega oft inn á mbl! Svona að spá í það, þá held ég að ég nái því a.m.t. a.m.k. 7 sinnum á dag. Ég veit miklu meira um það sem gerist heima á meðan ég er hérna úti en þegar ég er heima. Og ef allir fara jafnoft á mbl og ég... Þessi vefur rekur sig pottþétt með gríðarlegum hagnaði!

Annars á Emilía litla frænka afmæli í dag! 10 ára! Ég man þegar ég varð 10 ára og fannst ég vera svo voðalega stór. Mér fannst líka svo merkilegt að vera komin í tveggja stafa tölu, næstum fullorðin. Næsti áfangi var að verða 50 kg, einn tuttugasti úr tonni. Maður á alltaf að hafa sín markmið í lífinu!

Mér finnst bara svo skrítið að litla systir mín eigi stelpu sem er orðin jafn gömul og ég þegar ég var svona stór, næstum fullorðin að eigin mati.
Svo þegar ég fer að pæla í því þá finnst mér ég ekki enn hafa náð þeim áfanga. Hvenær kemur allt í einu andinn yfir mann?... Í DAG ER ÉG FULLORÐIN ??? Enn hljómar það frekar fjarstæðukennt.

3 Comments:

Blogger Kristjana said...

Eg er eins med mbl.is. Er svo hooked ad eg verd pirrud seinni partinn, thegar er komid fram a nott heima og haett ad uppfaera vefinn! Hehe. Min kenning er su ad eg sakni islenskunnar.

Eg vona annars ad thu hafir kylt fiflid i sidustu faerslu i magann. Kommentid thitt for sko alveg med thad. Hnuss.

6:11 PM  
Anonymous Anonymous said...

Tjah, ef kenning Kittu á að eiga við mig þá hlýt ég að tala mikla ilmsku (þ.e. ef ég á að sakna íslenskunnar ;)) því ég fer líka svona svakalega oft á mbl.is á dag eins og þið - maður einhvernvegin þarf alltaf að byrja þar og enda. Kannski höfum við bara svona mikinn frítíma, erum kannski búnar með allan bloggrúntinn og vantar eitthvað meira að skoða. Veit ekki. En já einn tuttugasti úr tonni segiru, þú er alveg met Katrín. En vá er hún virkilega orðin 10 ára! Er svona langt síðan við vorum í MA! Fokk.. vá! en fullorðin! ég verð það þegar ég dey.

kv. Ilmur

1:34 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ég er líklega ekki sek um endalaust mbl. ráp....fattaði ekki einu sinni þessa jarðskjálftafrétt strax....ég kem nefnileg af fjöllum í flestum málefnum á íslandi í dag...en fylgdist að sjálfsögðu grannt með þegar ég bjó úti....
En að öðru...ég sá í einhverri færslu að þið kæmuð heim...má forvitnast um hvenær?
Kveðja Hildur í Holti

1:08 PM  

Post a Comment

<< Home