Wednesday, April 09, 2008
Eftir að ákveðið var að hafa ólympíuleikana í Kína hefur Tíbet verið mikið í umræðunni og mótmælin verið hávær. Eðlilega vilja Tíbetar vekja athygli á ástandinu og núna höfum við tækifæri á að sýna í verki hvað við teljum vera mannréttindi.
,,Ólympíuleikar snúast ekki um pólitík..." Ég skil vel að íþróttafólk sem er búið að þjálfabotnlaust í fjölda ára vilji mæta, en hvað hefur Ólafur Ragnar þangað að gera eða aðrir forsetar og pólitíkusar?
Var hann ekki líka að fá einhver friðarverðlaun frá Indlandi? Hafði það kannski ekkert með mannréttindi að gera?

pluginspage="http://www.microsoft.com/Windows/Downloads/Contents/MediaPlayer/"
width="320"
height="286"
src="http://microsites.concisegroup.com/tibet/tibet.asx"
filename="http://microsites.concisegroup.com/tibet/tibet.asx"
autostart="True"
showcontrols="True"
showstatusbar="True"
showdisplay="False"
autorewind="True">
Tíbetar krefjast þess að Kínverjar láti lausan dreng sem Dalai Lama útnefndi sem hinn ellefta Panchen Lama árið 1995. Tíbetar trúa því að Panchen Lama endurfæðist líkt og Dalai Lama og að hann sé næstráðandi. Gedhun Choekyi Nyima var sex ára gamall þegar hann var útnefndur stuttu síðar var honum og fjölskyldu hans rænt. Kínversk stjórnvöld viðurkenndu árið 1996 að þau hefðu fjölskylduna í haldi en vildu ekki gefa upp hvar þau væru. Gedhun var þá yngsti pólitíski fanginn í heiminum. Í stað Gedhun útnefndu kínversk stjórnvöld sinn eigin Panchen Lama. Sá drengur hefur alla tíð síðan búið í Peking og aðeins heimsótt Tíbet þrisvar sinnum.

Hvað þarf marga í þjóðarmorð?

MODE OF DEATH U-TSANG KHAM AMDO TOTAL

Tortured in prison 93,560 64,877 14,784 173,221

Executed 28,267 32,266 96,225 156,758

Killed in Fighting 143,253 240,410 49,042 432,705

Starved to death 131,072 89,916 121,982 342,970

Suicide 3,375 3,952 1,675 9,002

"Struggled" to death 27,951 48,840 15,940 92,731

Total:- 427,478 480,261 299,648 1,207,387Árið 1951 var Tíbet innlimað Kína. Átti upphaflega að vera sjálfstjórnarhérað og lúta stjórn Dalai Lama, andlegum leiðtoga Tíbeta.

Kínverjar beittu þjóðnýtingarstefnu sinni á landsvæði Tíbeta. Þeir tóku yfir lönd klaustranna og landeigendanna og deildu út til kínverskra bænda.

Kínverjar njóta lágra skatta og ódýrra lána til að hefja rekstur í Tíbet en Tíbetar eiga ekki möguleika á að reka fyrirtæki í eigin landi.


"We must step-by-step implement the birth planning quotas of cities and towns providing the leaders of the birth-planning work with the strength, resources and administrative means"


Fólksfækkunaraðgerðir Kínverja eru takmarkanir þeirra á barneignum. Fóstureyðingar eftir allt að níu mánaða meðgöngu og skipulagðar ófrjósemisaðgerðir.

Tíbetar mega ekki eignast börn nema með leyfi yfirvalda.

Þeir sem eru með erfðasjúkdóma mega ekki eignast börn

Konur sem ala veik börn eiga það á hættu að vera bannað að eignast fleiri börn.

Tíbetar sem leggjast inn á sjúkrahús eiga það á hættu að vera vanaðir í leiðinni.

Sprautur sem framkvæma fósturlát eru gefnar fram að níu mánaða meðgöngu og fæðist fóstrið lifandi er það sprautað með sama eitri svo það deyji og morð á nýfæddum börnum eru nokkuð algeng.

Gangist konur ekki við aðgerðum Kínverja bíða þeirra sektir allt að fimmföldum árslaunum og atvinnuleysi.

Fæðist börn án samþykkis kínverskra stjórnvalda fá þau ekki tilskylin skilríki og er neitað um skólavist.


Þegar kemur að því að styðja árás bandaríkjamanna inn í Írak er Ísland tilbúið að koma með yfirlýsingu.
Kína er stórt og valdamikið. Risi sem er að vakna upp af svefni. Tíbet hefur lítið að segja eins og ástandið er í dag. Erum við rassasleikjur eða hvað?

Björk er það ekki, enda er hún eflaust útlæg frá Kína um aldur og ævi. Kínversk stjórnvöld vilja herða eftirlit með erlendum listamönnum sem koma til landsins svo þetta komi ekki fyrir aftur. Hún er búin að tileinka nokkrum löndum lag sitt Declare independence og Kínverjar höfðu lítinn húmor fyrir því er hún tileinkaði Tíbet lagið.

2 Comments:

Blogger Kristjana said...

Svo sammala ther. Eg hreinlega skil ekki umburdalyndi umheimsins gagnvart Kina og mannrettindabrotum Kinverja baedi a eigin thjod og odrum. Thorir enginn i tha af thvi ad their eru svo asskoti margir?... Mig daudlangadi til San Francisco ad motmaela i dag, en byst fastlega vid thvi ad enntha fleiri verdi handteknir her en i svipudum motmaelum i Evropu og kaeri mig ekki um ad stofna visanu i haettu!

9:58 PM  
Anonymous Anonymous said...

góð en sláandi færsla.
Skil ekkert í Bush og bandaríkjamönnu að láta þessi mannréttindabrot viðgangast, þau eru greinilega ekki eins alvarleg og var verið að fremja í Írak. Þar hefur ástandi greinilega verið verulega slæmt eða hvað.
Stjórnvöld íslensku þjóðarinnar hljóta nu að geta gert eitthvað til þess að viðhalda áfram þeim niðurlægingum sem virðast vera nauðsynlegar á aðlþjóðavísu fyrir íslandshönd.
Um að gera að senda út einhverja yfirlýsingar um stuðning en vissulega að passa að vera undir borðinu eins og venjulega

9:10 AM  

Post a Comment

<< Home