Saturday, November 17, 2007

Tapas er snilld!

Hérna er hefð fyrir því að maður fær alltaf tapas þegar maður pantar sér drykk, hvort sem það er lítill bjór, kók eða rauðvín. Þetta eru yfirleitt litlir hamborgarar, pylsur, kjötbollur og franskar eða eitthvað svoleiðis. Málið er að ef þú hefur það af að drekka tvo drykki þá ertu komin með ágætis máltíð. Andrés, Ismanuel og Gaspar komu hérna í gær og ég skrapp með þeim á barinn. Ég boða reyndar um 8 - 9 leytið en þeir borða ekki fyrr en um tíu. Þess vegna var ég búin að borða þegar þeir komu, en kíkti samt með þeim.
Við Gummi vorum rétt komin úr verslunnarleiðangri, nenntum ekki að elda og pöntuðum okkur kínverskan mat. Ef appelsínu önd og peking önd er ekki það besta ever.
Never the less þá kostaði maturinn okkur um 20 evrur eða 1800 kall. Svo fór ég með strákunum og við fjögur borðuðum fyrir 1600 kall og allir pakk saddir, þ.a.m. ég þar sem þetta var kvöldmatur nr. 2.
Við höfum s.s. enn ekki þróað með okkur neitt peningavit hérna og erum enn ógeðslega gráðug.

Sá eitt fyndið á matseðlinum. ,,Perrito caliente". Perro er hundur og perrito er lítill hundur. Caliente er heitur!
Getið þið ímyndað ykkur hvað þetta var! Brúa yfir í ensku og svo á íslensku... Sá sem giskar á rétt er boðið í tapas á pub de Adelfas.

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæhæ
Sá á síðunni hennar Grétu að þú varst að auglýsa barn til sölu eða jafnvel gefins. Ég var að spá í að taka hana...langar í eina nýja..
Kv.Hilma

7:07 PM  
Blogger Katrín said...

Hehe... jafnvel þó ég hafi klikkað á því að launa þér nafngiftina;)

9:21 PM  
Anonymous Anonymous said...

þigg reyndar alveg stúlkuna líka ef þetta er eitthvað vandamál en þú mátt alveg bjóða mér út að borða í Tapas því ´svarið við gátunni hlýtur að vera heitar smápylsur (hot dogs)...eller hur!
KV. Hildur í Dal

7:43 AM  
Blogger Kristjana said...

Namm, heitir smahundar. Svo mattu alveg senda litla dyrid hingad timabundid lika. Eg tharf eiginlega ad lata grenja hressilega a mig svo mig haetti ad langa i barn i bili, thad hentar nefnilega engan veginn naestu arin ;) og thau eru alltof kruttleg ur fjarlaegd!

8:55 PM  
Anonymous Anonymous said...

Einn heitan hund fyrir mig takk með tómat og steiktum!
Ætla ekki að panta krakkann hjá þér, nýbúinn að máta svoleiðis við mig og það passaði ekki ;).... allavega ekki eins og er!!

7:58 AM  

Post a Comment

<< Home