Friday, November 02, 2007

Það eru kannski engar fréttir en... Windows vista er drasl!

Hvernig á ég, fátækur námsmaður, að komast af í heimi forritunnarmála, þrívíddarvinnslu, gagnagrunna og tækniteiknunnar án þess að vinna með pirate-útgáfur. Jú, ég hef aðgang að tölvum í skólanum sem eru flestar búnnar þessum hugbúnaði en skólinn er opinn á daginn... þegar ég er í skólanum. Þegar ég þarf svo að vinna heimaverkefnin mín sem er eftir að ég kem heim úr skólanum eftir hálf níu á kvöldin eða um helgar þá er skólinn og tölvuverið læst.
Það helsta sem maður notar er MicroStation, AutoCAD, mitt ástkæra MATLAB, Visual Basic, Photoshop, Coreldrow og MapInfo forrit... Hvert leyfi kostar ekki nema svona 300 þús. kall ef ekki meira. Það er boði upp á stúdentaútgáfur sem æfinlega enda í... en ef þú værir með fullt leyfi þá væri þetta hægt! Es una puta mierda er orðið sem Spánverjar nota yfir þetta.

Og það vitlausa við þetta er að það er bara gott fyrir fyrirtækin að hafa þessar pirate útgáfur á netinu. Ég næ mér í svoleiðis, læri á það og hvað er það sem ég kem til með að vinna með í framtíðinni... það sem ég kann á. En þegar maður er kominn á stofu verður stofan að hafa leyfi fyrir því sem hún er að vinna með og hefur líka efni á að borga fyrir leyfin.

Nýjasta nýtt í skólamálum hjá mér er að þegar ég var komin með upprunalegt skírteini í hendurnar, sem Lára super reddaði fyrir mig, þá sagði maðurinn á skrifstofunni... Hvernig veit ég að þetta er ekta?... Uhu... Tja... Löggildur pappír með háskólamerkinu þrykkt pappírinn undirrita og stimplað... Hvað meira get ég gert? Dregið rektorinn sjálfan hingað niðureftir. Ef pappírar eru ekki nóg hvað þá?
Það sem núna liggur fyrir er að ég er búin að senda prófskírteinið mitt til íslenska sendiráðsins hérna syðra þar sem þeir ætla að gefa mér diplómatíska löggilda pappíra upp á að þetta skríteini er ekta.

Í háskólanum vorum við hvött til að fara eitthvað út að læra í master. Ekki það að námið væri neitt betra annasstaðar heldur bara til að prófa það og víkka sjóndeildarhringinn. Það er hellingur til í því. Mér finnst eiginlega að ég ætti bara að fá diplómu út á það að hafa búið hérna og lifað og hrærst í þessu þunga lamaða pappírskerfi þeirra.
Hvað við Íslendingar höfum það svo gott að búa í okkar litla kerfi.

Fengum pakka frá Íslandi í vikunni. Tengdó var að senda okkur pakka:) Gummi var akkurat niðri í skóla með stubb þegar pósturinn kom svo hann skildi eftir miða um að við gætum sótt pakkann. Þegar ég er í mörgum timum samfleytt þá koma Gummi og stubbur niður í skóla að fá sér æti svo ég missi ekki úr tíma. Never the less... þá fór Gummi með miðann upp í miðbæ að ná í pakkann en einhvern veginn týndist miðinn á leiðinni. Hann kom svo upp á pósthús með vegabréf, persónuskilríki og allt, horfði yfir afgreiðsluborðið á pakkann en maðurinn sagði að ef hann væri ekki með miðann þá fengi hann ekki pakkann. Miðinn finnst ekki og hvað á að gera. Gummi reyndi að tala þá eitthvað til. Hverjar eru líkurnar á að margir íslendingar séu hérna, hvað þá sem heita Guðmundur Friðriksson? Reglur eru reglur og ekki hægt að breyta þessu. Ég fór svo með Gumma uppeftir í dag, undirbjó ræðu um að ég myndi senda kæru til íslenska sendiráðsins ef á þyrfti að halda... en þetta reddaðist á endanum. Þurftum aðeins að fara og tala við þennan sem vísaði okkur á hinn sem vísaði okkur á annan sem benti okkur á aðra skrifstofu sem sendi okkur...
En á endanum bjuggu þeir bara til annan miða sem var svo hægt að leysa pakkann út með. Málið leyst og ég á núna súkkulaðirúsínur með kaffinu og íslenska kjötsúpu í kvöldmatinn :) Gummi er langt kominn með harðfiskinn og Stubbur spóla um allt á nýju spólsokkunum í nýju göngugrindinni sinni. Hún er reyndar úr búðinni sem er við hliðina á pósthúsinu.

Ég er engan veginn að nenna því að fara að læra. Námið þessa dagana gengur út á að forrita hverja einustu reikniaðgerð sem ég nota í reiknitölvuna mína. Kennararnir eru aldrei með gagnapróf hérna en það er ætlast til þess að fólk sé með forritanlegar reiknivélar. Þetta er svo sem í lagi, nema þessar tölvur eru drullu dýrar, miðað við annað hérna. Það er því aðeins verið að gefa forskot ef þú hefur pening (ný svona tölva hérna er á við nærri 2 mánaða leigu í námsmannahúsnæði). Svo er annað að örfáar manneskjur kunna í rauninni að forrita tölvurnar en það er auðvelt að kópera á milli tölva.
Eg lagðist í það eina helgi að læra eitthvað í þessu RPN forritun fyrir HP og dunda mér við það um leið og ég leysi dæmin að forrita í leiðinni. Svo er prófið þannig að það eru ítranir sem taka svona a.m.k. hálftíma að leysa í höndunum með flóknum formúlum sem maður gerir pottþétt einhverja innsláttarvillu í, en ef þú hefur forritað vélina þína vel þá leysiru þetta á 3 mín. Og kennararnir ganga út frá því að þetta sé leyst þannig.
Einstaka dúddi sem hefur nennt að forrita tölvuna sína hefur svo arfleitt komandi kynslóðir af forritunum sínum.
Svo er ég í áfanga með ofvirkum kennara. Hann er í því að breyta námsefninu ár frá ári sem gerir það að gamla stuffið dugir ekki og um 10% nemendanna ná. Ég er í hóp með þrem strákum í verklegu og þegar þeir vissu a ég var að forrita dæmin jafnóðum þá vilja þeir endilega fá afrit af forritunum... Það er svo sem í lagi nema að þau eru á þrem tungumálum. Sumt veit ég bara á spænsku, sumt hef ég fundið á netinu á ensku og sumt þarf ég að útskýra á íslensku. Þeir eru frekar til í að leggja það á sig að fatta hvað er hvað á íslensku en að læra sjálfir að forrita... hehehe
Ég ætla að skilja eftir mína legend hérna með íslenskum forritum ;)

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Sjitt Katrín!! Ég náði nokkurnveginn partinum með pakkann frá Ástu og Friðrik en öðru eitthvað minna. Útskýrir kanski afhverju þú ert í master í verkfræði sem er kennd á spænsku á meðan ég sniglast áfram í nokkrum einingum á önn til að drullast í BS-inn!! Hummmm BS er allavega fangamarkið mitt.
Berglind :)

11:13 PM  
Blogger Katrín said...

Hehe... ég fer nú eitthvað aftur á bak í þessu námi mínu. Nýjasta áhugamálið er að safna B.S.-um og u're one of them ;) hehe
Kúl fangamark!

2:37 PM  

Post a Comment

<< Home