Monday, November 05, 2007

Dauði og djöfull...

Er að læra lögfræði. Hvað fær fólk eiginlega til að leggja þetta fyrir sig? Ef það eru launin þá eiga þeir þau skilið fyrir að nenna að hrærast í þessari hringiðu orðaflækja og rökfærslu six saxi.
Fyrir utan að ég skil tungumálið ekki alveg, orðin eru forn og formleg og stundum er ég búin að þýða hvert einasta helvítis orð í setningunni og skil hana samt ekki.
Þess vegna búa þeir til alla þessa skemmtilegu þætti um lögfræðinga, reyna að koma fólki í fagið svo við búum ekki við algjöra lögleysu.

Þessa dagana er allt í rugli hérna syðra vegna heimsóknar konungshjónanna Juan Carlos og Sofíu til Marokko. Þau eru að fara að heimsækja svæði sem "tilheyrir" Spáni en Marokko gerir einnig tilkall til. Marokkobúar kölluðu heim sendiherrann og eru eitthvað móðgaðir yfir þessu.
Ef einhvern tímann kæmi til að Spánverjar myndu fara í stríð þá myndi ég veðja á Marokko sem mótherja. Vonandi samt að þeir bíði nú með svoleiðis rugl fram yfir jól...
Og ég vona nú að stubbur minn komi ekki til með að þurfa að lúta herskyldu þó hún sé fædd á Spáni. Annars held ég að frekjuöskrin myndu nú alveg berast yfir sundið og skelka þá aðeins ;) Ég get þá lánað henni Winshesterinn minn ef þau duga ekki til að hrekja þá á brott ... ;)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home