Tuesday, September 25, 2007

Hehe... það er búð hérna syðra er nefnist Belros... lesið nákvæmlega svona. Skólafélagar mínir eru alveg handvissir um að þetta sé nákvæmlega eins borið fram og Bergrós. Er búin að reyna að ítreka "g" ið en með litlum árangri.
Never the less... þá selur þessi búð nammi og alls kyns gerðir af poppkorni. (Ótrúlegt en satt þá er poppkorn ekki bara poppkorn hér um slóðir) Stubbur minn hefur því fengið viðurnefnið La Palomíta, sem útleggst sem Poppkornið.
Mér finnst þetta nú bara sætt viðurnefni, betra en La Gamba (rækjan).

Við erum samt ágætar systur, eitthvað nýtt prjónablað á leiðinni sem heitir Bergrós og prjónablaðið Ýr hefur nú verið lengi. Spurning hver okkar verður á undan með Lopa;)

Ástu-nafnið er auðveldara nema það er borið fram sem asta... verulega líkt spænska orðinu hasta (þeir bera ekki fram h) sem þýðir ~ þar til... Ásta Viktoria kæmi skemmitlega út... með einu la... og drífa sig svo til Kúbu um jólin! Koma svo!

Prófaði annars tennisvöllinn hérna við hliðina í dag. Þeir ættu að byrgja völlinn með öryggisneti, ekki setja einhvern smávægilegan vegg niðri á jörðinni! Það er spurning um að æfa sig aðeins meira áður en leiðin liggur til Wimbleton. Bara spurning um tíma... eða svona sjö mannsævir (er þetta orð til í fleirtölu?) gætu sloppið.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ja... ég skýri ekki lopa, gæti samt verið fyndið eftirnafn á strák... Haraldur lopi í stað hárfagra bwahahaha. En mér líst ekkert á að þau kalli hana poppkorn, má ég þá kalla hana Begga popp... eða ekki ;o)
Gréta syss

6:24 AM  
Blogger Kristjana said...

Hahaha... la Palomita getur lika verid litla dufan. Thetta er eiginlega storgott gaelunafn. Eg er svo fegin ad sidan thin se voknud aftur til lifsins.

4:51 PM  

Post a Comment

<< Home