Sunday, September 30, 2007

Ég "sökka" big time í tennis!

Það varð úr að við keyptum okkur tennisspaða og ætlum að prófa að æfa okkur eitthvað fyrst tennisvöllurinn er hérna við hliðina og Bergrós Ásta getur komið með okkur.
Það er líka gaman af því að við erum bæði algjörir lúðar í þessu.
Markmiðið þessa vikuna er að hitta boltann og láta hann lenda einhversstaðar innan girðingarinnar.
Sem betur fer er búið að loka sundlauginni þar sem hún er hinu megin við girðinguna og einn boltinn fór þar ofaní, leiðinlegra ef maður hefði verið að stúta sundlaugargestunum. Annar bolti fór í garðinn við hliðina og einhverjir krakkaormar eru einum tennisbolta ríkari.
Ég var með vaðið fyrir neðan mig og keypti tvo stóra pakka af boltum. Nú þegar hefur fjórðungur þess glatast varanlega.
En nú er að sjá hvort við tökum ekki einhverjum framförum, annað er varla hægt !!!

Núna vill skólinn minn fá staðfestingu frá spænska menntamálaráðuneytinu um það að prófgráðan mín í verkfræðinni heima jafngildi verkfræðiprófgráðu hérna. Þetta er svokallað formsatriði hjá þeim, þar sem allt verður að fara eftir spekkunni og enginn tekur ábyrgð á neinu.
Gallinn er hins vegar að það tekur 6 til 8 mánuði! og ég get lofað ykkur því að af því að það má taka þann tíma þá bíður þetta i bunka þar til eftir 7.9 mánuði og er þá stimplað og sent til baka.
Lára ætlar að redda mér þessum pappírum sem mig vantar heiman frá þar sem ég verð að sækja þá í eigin persónu eða einhver mæti með mitt skriflega umboð.
Þið sem eigið inni hjá mér greiða fyrir að redda mér hingað og þangað vitið að ég er með auka herbergi;)
Drífið ykkur bara áður en spænska menntamálaráðuneytið sér hvað ég brilleraði í Geografical information system hjá Rennen og co! og hreinlega gefur mér næstu prófgráðu... huh!

2 Comments:

Blogger Kristjana said...

Hahaha... midad vid lysingar eru Jaen buar heppnir ad thad er tennisvollur en ekki golfvollur vid hlidina hja ykkur. Annars maetti folk buast vid brotnum bilrudum og kulum a hausinn!

6:51 PM  
Blogger Katrín said...

Haha ;) Þegar ég er að reyna á hæfni mína í golfi þá er þetta eins og í Andrés Önd. Ég er búin að grafa mig niður en kúlan haggast ekki.

Annars eru golfvellir hérna í kring... hmmm....

7:16 PM  

Post a Comment

<< Home