Saturday, June 30, 2007

Litla dýrið rifnar út! Það stefnir allt í að ég eigi minn eigin Michelin dúdda. Stubbur var nefninlega vigtaður og í ljós kom að hún var búin að bæta á sig rétt tæpu kílói á 3 vikum og 1 degi... Þetta ætla ég rétt að vona að sé ekki línulega vaxandi fall! Það gera tæp 20 kíló á ári! Boy oh boy! En þetta er úr móðurættinni, hefur alltaf vegið þungt í okkur pundið:)
Man þegar ég náði þeim merka áfanga að vera 1/20 úr tonni! Sagði hverjum það sem heyra vildi (eða ekki) og var mjög stolt af því. Síðar hefur mér nú verið bent á að þetta teljist ekki til ,,kvennlegra eiginleika" enn... so be it!

Gleraugun fékk hún send frá Kittu í Californiu! Coolisti með sólgleraugu :)

En annars er ég bara að læra þessa dagana... að klepra við það hérna í hitanum!
Næsta próf á mánudaginn!

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Það er naumast að litla daman stækkar. Bíðum öll eftir að fá ykkur heim, en það styttist óðum í það
kveðja
Systa og co Hvanneyri

8:28 PM  
Anonymous Anonymous said...

Við erum óneitanlega komnar af DigraJónsættinni hehe, þannig að hún sver sig í ættina ;o) daman er mjög fín með sólgleraugun enda ekki vanþörf á því þarna í hitanum og sólinni að vera vel græjaður
Gréta systir

11:48 PM  
Anonymous Anonymous said...

Fékk litla stúlkan þessa þolinmæði úr móðurætt eða....? Hún er ótrúleg með þessi rosalegu gleraugu ;) Einhver hefði nú bara gólað yfir meðferðinni! Þóra

9:42 PM  
Blogger Katrín said...

Eftir viku og sólarhring verð ég komin á klakann! Þvílíkt sem það styttist í það... Búin að vera í burtu í 9 mánuði!
Djöfull hlakka ég til að koma heim og hitta alla og fara úr hitamollunni hérna:) Maður verður svo latur!

9:42 PM  
Blogger Ilmur said...

Litla krúttið! HAHAA algjör dúlla með þessi sólgleraugu!! Oh hvað ég hlakka til að sjá þig fröken fix! Hvernig væri að taka hittíng fljótlega eftir að þú kemur heim?

kv. Ilmsss

9:45 PM  
Blogger Katrín said...

Mig langar að hitta alla þegar ég kem heim. Spurning hvort það verður útflutningspartí í Dunhaganum eða innflutningspartý hjá Red-River Hannes...

Og stubbur er himinlifandi yfir meðferðinni. Finnst alveg merkilega gaman að láta hnoðast með sig... þennan litla tíma sem hún er á annað borð vakandi! :)

2:36 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hún er náttúrulega bara flott!! En ég veit ekki hvernig þú ætlar fara að því að hitta alla því ég get ekki séð betur en það séu á annað hundraðið sem bíða eftir að hitta ykkur !! Eða hana og ykkur svona með :)
Berlgind og Bjartur.

12:44 AM  

Post a Comment

<< Home