Monday, June 25, 2007

Fyrsta prófið í höfn!

Var að velta því fyrir mér í morgun, þetta er 20 árið mitt í skóla, fyrir utan eitt ár í frí veturinn í Guatemala. Prófið var kl. 9 í morgun og eins og alltaf er þessi fiðringur í maganum, smá hnútur og maður finnur fyrir hjartsláttnum í hálsinum. Eldist þetta aldrei af manni.
Prófið gékk eiginlega hörmulega, það reddast held ég samt, skríð örugglega og úber 35% vetrareinkunn hysjar aðeins upp um mig brækurnar. Svo fer aðeins í taugarnar á mér að allir eru voðalega skilningsríkir á að manni hafi ekki gengið nógu vel, þetta hafði ekkert með spænskuna að gera. Ég las bara ekki nóg fyrir helvítis prófið, hefði alveg átt að geta betur. Never the less... eitt próf búið, tvö eftir. Þrír próflausir áfangar búnir... næstum, á eftir að fínpússa skýrsluna í Gagnagrunns-áfanganum.

Never the less... eitt sem er algjör snilld hérna og það eru ávextirnir! Það er fullt af ávöxtum sem ég vissi ekki að væru til; þess fyrir utan eru þeir mjög ódýrir svo maður getur fyllt körfuna með góðri samvisku af ferskum jarðaberjum (sem ég tými aldrei að kaupa heima af því að þau eru svo dýr), svona rauðum berjum á stærð við vínber og eru geðveikt góð, ferskum ananas, vínber o.fl..
Kannski er það líka hitinn sem gerir ávextina líka enn betri. Ég hef aldrei verið neitt sérlega hrifin af appelsínum, en mikið ógeðslega eru þær góðar ískaldar... þegar maður nennir að flysja þær ;) ... annars ekki ;)

Nýja íbúðin er snilld, sundlaugin myndi sóma sér vel í hvaða sveitafélagi sem er heima fyrir, fyrir utan að þær eru tvær. Ein fyrir krakkana! En okkur Gumma finnst þvílíkt cool að vera með sundlaug en hérna er það svo sem ekkert voðalega merkilegt. Þetta telst næstum til nauðsynja yfir sumartímann.
Tengdó sendi mér pening til að kaupa mér afmælisgjöf frá henni og nýtt bikini varð fyrir valinu. Verð að gefa mér smá tíma til að liggja við sundlaugina og ná mér í lit:)
Annars er að verða óbærilega heitt úti. Það er svo þurrt loftið hérna, vindurinn er svo ógeðslega heitur og maður verður allur þróttlaus á að vera úti. Þegar maður andar inn þessari mollu, fer orkan í að kæla loftið áður en maður andar því út aftur. Ég fer létt með að stúta 4 lítrum af vatni á dag, enda andar maður örugglega út 2 af þeim...
Besta við íbúðina er samt að það er svalt inni, eða nokkurn veginn eðlilegur húshiti. Maður er ekki að vakna á nóttunni og andvaka af hita eins og í hinni íbúðinni. Þess fyrir utan er rafmagn í eldhúsinu svo ég get hætt að borða matinn hálfbrenndann öðru meginn og hráann hinu megin. Gasofn er ekki að bliva!

En næsta mál á dagskrá er að læra tennis. Hef einu sinni prófað hann, í Egyptalandi og arabarnir eru örugglega enn að leita að tennisboltunum upp í trjám og víðar. Í sjónvarpinu virðist alltaf vera eins og þetta sé svo erfitt. Ég var bara að reyna að vinna inn fyrir þessu ahhhaaa hljóði þeirra sem þær stynja alltaf þegar þær slá í boltann. Ég held að ég láti samt pínupilsið bíða um sinn... ;)
En það er hægt að fara á eitthvað tennisnámskeið hérna, en ætli það verði ekki að bíða næsta veturs...

5 Comments:

Blogger Kristjana said...

Svona svona, profid var nu a spaensku... *fliss*
Nei djok, man alveg eftir thessu. Fyrirlestur um bakteriur a portugolsku, "einhverjar spurningar?" "ja, taladirdu spaensku adur en thu laerdir portugolsku?" urr.

Og tho eg se gridarlega hrifin af hitanum tha er einhvern veginn svolitid strembid ad einbeita ser ad vinnu thegar thad er svona heitt. Thetta vedur er hannad fyrir sumarfri og hangs.

6:07 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með að vera búin með fyrsta prófið, nýju íbúðina og auðvita afmælið :) Ég hélt að Gjósta myndi kasta á afmælinu þínu og það átti auðvitað að vera meri og heita Katarína en nei nei hún kasti 19. og hestfolaldi :(
Berglind.

10:54 PM  
Blogger Katrín said...

Er það þá ekki femínisti ;)

1:45 PM  
Blogger Katrín said...

Og Kitta! Pakkinn er kominn! Algjört æði ;)... Takk kærlega fyrir okkur :)

"Don't wake me, I will wake you" náttfötinn hitta sko beint í mark! og smekkurinn "Feed me, or nobady sleeps" á mjög vel við matargatið.

Og... I don't have to be good, I'm cute! Hún kemst sko langt með Gumma á þessu, á heimsenda ef hún kærir sig um. :)

2:50 PM  
Blogger Kristjana said...

Hvad segirdu, komid strax? Frabaert og verdi ykkur ad thvi! Nu bid eg bara eftir thvi ad sja myndir af henni i uberkruttfotunum, serstaklega Bangsimon gallanum ;)

6:33 PM  

Post a Comment

<< Home