Saturday, June 09, 2007

Þarna er stubbur... 050607 ;)  Klikkaði ekki á því! 
3470 g og 51 cm


!
Hvað erum við nú búin að koma okkur í? Sl. 9 ár að leika okkur og kunnað því vel en nú er það pakkinn... næstu 18 árin... í dag 18 ár mínus 4 daga!



Hihi... ég komin í pakkann haha...



Skólafélagarnir í heimsókn að sjá bekkjarfélagann sem hefur mætt í allann vetur en aldrei sést eða látið í sér heyra.



Rétt til hrellingar var vakað tvo fyrstu sólarhringana. Sá fram á að tveir svona mánuðir og ég yrði endanlega vitstola. Eftir að heim var komið hefur bara verið sofið! What a live, af hverju man maður ekki eftir þessum dögum... éta, sofa, skíta... ohhh - nenni ekki á klósettið - læt það bara fara...


Nú á ég lítinn félaga til að kúra hjá. Lánaði félaganum koddaver til að breiða yfir sig. Það var að vísu of stórt en það mátti alveg hafa það tvöfalt;)



Þarna er voðalega greinilega voðalega gott að vera. Gummi var nú eitthvað að rifja upp að hann myndi nú þá daga er ég vildi helst hvergi annars staðar vera en í fanginu á honum en það eltist víst af mér. Var bara í þá gömlu góðu daga er við vorum bara við tvö ein... ung og ástfangin! Those where the days! Núna erum við komin í pakkann! :)
Það er samt spurningin um að fara að raka sig oftar!



Kodak smile-ið... hvaðan skyldi það nú koma? En undirhökurnar 4...?

29 Comments:

Blogger Kristjana said...

Ó MÆ GOD!!! Jeminneini hvað hún er SÆT! Og brosir út að eyrum langt fyrir aldur fram. Til hamingju aftur með litla dýrið.

6:18 PM  
Anonymous Anonymous said...

Elsku Katrín & Gummi
Innilega til hamingju með litlu prinsessuna. Það er alveg yndislegt að vera "komin í pakkann"
Gangi ykkur vel með uppeldið:)
Kveðja, Maja, Gunni & Arngrímur Egill

6:36 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég meina það... ef þetta er ekki vel heppnað þá veit ég ekki hvað! Til hamingju elskurnar allar þrjár ;o) Og bara svo þú vitir það Katrín - þessi 18 ár eru bara plat! Þú kemst aldrei út úr því hlutverki að vera mamma! - Á uppáhaldssögu sem er af konunni sem var hundraðogeitthvað, og var í viðtali. Hún sagði að lífið hefði svo sem ekki alltaf verið dans á rósum. En þó hafði hún náð að verða áhyggjulaus. Og það var þegar "krakkarnir" voru allir komnir á elliheimili!!! - En njótið bara sem mest og best, þetta er tími sem kemur aldrei aftur! ;0) Þóra Kittumamma

11:56 PM  
Anonymous Anonymous said...

Sumir eru nú bara allveg eins og mamma sín, en hún verður bara að venjast því :) Að öðru leiti er hún hrikalega sæt!! Innilega til hamingju og hlakka til að hitta ykkur í sumar.. þangað til verðið þið að vera dugleg að setja inn myndir og skrifa svo sé hægt að fylgjast með ykkur. Og by the way þá getið þið gleymt því að fólk langi til að hitta ykkur foreldrana, það eru bara börnin sem eru spennandi núna, maður fylgir bara með :(
Berglind

12:58 AM  
Blogger Ilmur said...

Jésús pétur hvað mín er SÆÆÆÆT! Vá! og algjör stuðbolti! Hlakka óendanlega til að sjá ykkur, tja já eða eins og Berglind segir hér að ofan... hitta HANA ..og þið megið svosem alveg fylgja með ;). Tek undir það með Beggu þetta með myndirnar, endilega verið dugleg að henda þeim inn fyrir okkur hér á Fróni!

Knús og milljón kossar,
Ilmur

P.S. Þetta með "pakkann"... eftir smá tíma, þegar þið eruð komin niður á jörðina þá hættir þetta að kallast "pakkinn" og fer að heita "lífið".. og er bara YNDISLEGT!!

7:33 AM  
Anonymous Anonymous said...

Katrín mín, ertu ekki að grínast?? vá, hún er alveg eins og þú. kom hún bara hlæjandi út ? ;) hún er svo ssssææææææææææææættttt (kling kling kling...) svo sæt svo sæt.. :)

9:00 AM  
Anonymous Anonymous said...

Vá hún er æði! Enda ekki við öðru að búast. Frábært að sjá svona pínulítið kríli brosa út að eyrum!
Kv. Hilma

12:44 PM  
Anonymous Anonymous said...

Algjört krútt:) Til hamingju enn og aftur;)

9:14 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hún er bara alveg eins og Árni pabbi sinn. En undirhökurnar eru greinilega frá þér komnar :-)

12:23 AM  
Anonymous Anonymous said...

Og er jafnvel tennt og Gunnar frændi sinn :)

10:00 AM  
Anonymous Anonymous said...

Innilega til haaaamingju!! Svakalega er hún sæt. Spyr bara eins og Begga - kom hún hlæjandi út, eða hvað? Alveg eins og mamma sín - alltaf hlæjandi! Yndislegt :)

Bestu kveðjur frá DK,
Guðlaug

8:11 AM  
Anonymous Anonymous said...

Jiminn hvað hún er sæt;) Katrín, gekkstu ekki örugglega bara með hana í 9 mánuði??;) Hún er ekkert smá mannaleg og farin að brosa svona mikið, engin smá dúlla;)
Innilega til hamingju með prinsessuna og gangi ykkur rosalega vel í nýja hlutverkinu;)
Bestu kveðjur, Anna Rut og Helgi Steinar

10:32 AM  
Anonymous Anonymous said...

hehe..hún er svo mannleg..eins og eins góð kona sagði um Katrínu mína.
Kv. Hilma

11:03 AM  
Anonymous Anonymous said...

Haha, ég hef bara séð þetta geislandi bros á einni manneskju áður og það er hjá móður stubbsins :) Innilega til hamingju aftur öll, hún er æðisleg sýnist mér á öllu, enda ekki við öðru að búast!
Kveðja,
Ringa

11:55 AM  
Anonymous Anonymous said...

til hamingju elskurnar enn og aftur! Hún er gullfalleg þessi elska, geislar og brosir út að eyrum.... Hlakka til að fá ykkur heim í sumar og hitta skvísuna í eigin persónu.

Gangi ykkur vel..
Lári

10:12 PM  
Anonymous Anonymous said...

STÓRT til hamingju til ykkar krakkar mínir....thetta er undursamlega vel heppnad eintak hjá ykkur. Eins og fleiri hafa bent á tá er hún heldur betur lík mömmu sinni (thetta er hrós;))en ég sé reyndar engann Gumma svip á henni enntá....ertu viss um ad hún hafi ekki eitthvad spaenskt yfirbragd???
Hafid tad sem allra best og mundi ad horfa á hana naetum hverja mínútu tví taer eru svo fáar sem tau eru svona lítil..

Kvedja Hildur

9:34 AM  
Blogger Kristjana said...

Hvenaer faum vid ad sja fleiri myndir af Saetasta Barni a Spani (TM)??

Vinkona min i vinnunni sa a skjainn hja mer og sagdi ad thetta vaeri alveg serlega vel heppnad barn midad vid aldur (Katrin skilur hvad hun er ad fara) og svo thegar hun sa naestu mynd "Of course, because the parents are GORGEOUS!"

Thar hafid thid thad ;)

9:45 PM  
Anonymous Anonymous said...

Innilega til hamingju með frumburðinn. Og samhryggist um leið því að vera kominn í pakkann. Ég skal þó haga mér óskynsamlega og án allrar ábyrgðartilfinningar fyrir ykkur.

4:44 PM  
Anonymous Anonymous said...

Innilega til hamingju með litlu skvísuna, hún er æði:o) Efsta myndin ein sú flottasta sem ég hef séð!! Reynið svo bara að njóta næstu 18 áranna, þau eiga eftir að líða allt of hratt .. minn á eins árs afmæli í dag og mér finnst bara eins og ég hafi eignast hann í fyrradag :o)
Bestu kveðjur,
Halla verkfræðikúlisti

9:17 PM  
Blogger Fjölnir said...

Innilega til hamingju med tetta fallega, fallega barn! Hún er aedi!

kv. frá Mexico, Fjolnir og Berglind

10:55 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með afmælið frænka

8:10 PM  
Anonymous Anonymous said...

Innilega til hamingju bæði tvö, þetta er alveg æðislegt, ég held að ég hafi séð þetta bros svona þúsund sinnum og fæ aldrei nóg af því ;) hlakka til að sjá ykkur sem fyrst.
Kv. Gunni

8:27 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með afmælið Katrín og innilega til hamingju með stelpuna bæði tvö. Hún er alveg yndisleg.
Vona að allt gangi sem best hjá ykkur. Sjáumst vonandi í sumar.
Kveðja, Lína frænka ;)

9:08 PM  
Anonymous Anonymous said...

Sæl Katrín og Gummi
Til hamingju með prinsessuna því ég hef ekki náð að hitta ykkur á skypinu, það er kær kveðja frá Elfu bakarafrú. Katrín til hamingju með daginn í dag. Er ekki bara fínt að vera komin í pakkan eftir allt saman?
Kveðja Fanney Bóasdóttir

10:03 PM  
Anonymous Anonymous said...

Innilega til hamingju með krúttið :) Greinilega snýtt úr nös! Vonandi verða 18 árin samt góð, hehe!

5:16 PM  
Blogger Oddur Ólafsson said...

Til hamingju! Þetta er frábært. Enn bætist í hóp Gunnarsstaðamanna.

12:41 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með afmælin um daginn:) Hvenær fær maður að sjá fleiri myndir?

1:11 PM  
Anonymous Anonymous said...

Elsku Gummi og Katrín til hamingju með flottu prinsessuna.
Vonandi gengur allt vel.Hlökkum til að sjá ykkur.
Kveðja Imba og fjölskylad.

3:46 PM  
Anonymous Anonymous said...

Mig langaði nú bara til að óska ykkur til hamingju með þetta gullfallega stelpuskott. Svo fannst mér við hæfi að láta vita af mér hérna hjá ykkur eftir að hafa skoðað þessar flottu myndir.

10:22 AM  

Post a Comment

<< Home