Monday, May 21, 2007

Veðrið er guðdómleg í dag...

Það er skýjað og ferskur andvari. Mælirinn sýnir ekki nema 22 stig, þvílík sæla.
Viftan sem ég keypti síðdegis á föstudaginn bjargaði sálartetrinu þessa helgina. Sat fyrir framan hana meira og minna og hún var höfð í gangi alla nóttina. Þá er nú skárra að hafa smá hvin í henni en hitamolluna sem allt ætlar að drepa.
Venjulega er ég niðri í skóla allann daginn, fer út kl. 8 á morgnana áður en hitnar og kem heim um hálf tíu á kvöldin eftir að kólnar og loftræstingin í skólanum er snilld.
Það er alveg ástæða fyrir því að leigan sem ég borga á mánuði fyrir íbúðina mína er ekki nema 12 þúsund kall! Það er engin loftkæling !



Skólinn er smá saman að hafast. Merkilegt nokk hvað kennararnir þurfa alltaf að hrúga verkefnunum á síðustu vikurnar. Ég hef reynt að fá þau afhent sem fyrst og klárað þau frá til að eiga ekki allt eftir rétt fyrir próf en allt kemur fyrir ekki. Fyrir hvert verkefni sem ég klára vaxa tvö ný í staðinn.
Þess fyrir utan þegar maður klárar verkefni fram í tímann, þá er ekkert alltaf sem kennarinn vill sleppa manni úr verklegum tímum. Eyddi gríðarlegum tíma í að búa til forrit í Visual Basic, Access og MapObjects, kláraði það frá á tveimur helgum en kennarinn er alltaf að benda mér á fleira sniðugt sem ég gæti bætt við í forritið mitt, það er orðið huges og löngu komið fram úr þeirri lýsingu sem ég byrjaði með upphaflega! En í hvert sinn sem ég ætla að skila því þá segir hann, prófaðiru þetta, en þetta...?

Stjarneðlisfræði"prófið" var forrit. Gerði fínan díl, bjó til forrit í Matlab sem reiknar út alls kyns afstöður stjarna, hraða, stuðla, teiknar gröf, býr til töflur o.fl.. Við megum gera verkefnið tvö saman svo ég lét bekkjarsystur mína fá forritið, útskýrði það og sagði að ef hún væri til í að gera skýrsluna þá væri hérna forrit. Þökk sé helvítinu sem við gengum í gegnum hjá Ragnari í Tölulegri greiningu og gríðarlegrar þolimæði Hannesar og snilldar útskýringa sá ég ljósið í Matlab og get talið fólki sem aldrei hefur notað það trú um að þetta skítmix mitt sem ég kalla forrit sé eitthvað gríðarlega flott ;)
Vona að þetta sé ekki illa gert, minnst kosti eru allir aðilar sáttir og það er fyrir mestu ;)

Gagnagrunnaáfangann náði ég einnig að klára í síðustu viku. Mætti yfirleitt tvöfalt þannig að ég náði að klára síðasta verkefnið sl. viku. Skipti svo á verkefnunum og dæmatímum fram í tímann í GPS-staðsetningar áfanganum. Þetta er orðinn heljarinnar bisness;)

Í "Remote Sensing" / "fjarskynjunar" áfanganum (gervihnattamyndaáfangi) áttum við svo að lesa greinar úr einhverjum vangefið flóknum og leiðinlegum vísindatímaritum. Plús fyrir mig að blöðin eru á ensku og kennarinn er að reyna að nútímavæða málakunnáttu bekkjarins á einu bretti... "Enska er latína 21. aldarinnar" Rottuðum okkur saman ég og stjarneðlisfræði stelpan, ég les greinarnar og skrifa textann á minni hræðilegu spænsku og hún fær svo textann minn og kemur honum á mælt mál.

Þetta er s.s. allt að hafast. Þess þá helst að ég missi af ferðalaginu með jarðeðlisfræðinni sem kennaranum datt allt í einu í hug að væri sniðugt að fara... síðustu kennsluvikuna!
Ef krakkinn verður fæddur þá er örugglega of heitt fyrir hann að vera að þvælast úti í auðninni og ef ekki þá er spurning hvort hann fæðist ekki þar.
Spurning um að díla við einhvern um að taka með videovél og myndavél... campus í fjarnámi!

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Jahjarna hér, ólíkt höfumst við að ég tek á móti lömbum en þú hannar forrit. Já vel á minnst ég varð pabbi 19. maí, þá fæddist lítil dóttir.

7:54 AM  
Blogger Katrín said...

hmmmm ... Var hún ferfaett, lodin og krullud?
Og tu tarft ekkert ad hika vid ad skyra i hofudid a mer, eg tek tad ekkert illa upp ;)

8:14 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ég á mynd af dótturinni, get sýnt þér hana... hehe, og þegar Árni var að hjálpa til við að kara hana bwahahaha

Gréta systir - sem hefur ekki hundsvit á stjarneðlisfræði, forritun og þessu dæmi öllu saman... en er samt viss um að þú ert alveg að massa þetta ;o)

10:57 AM  
Blogger Katrín said...

Veit ekki hvort ég vil sjá þá mynd... gæti nefninlega alveg trúað honum til þess ;)

7:58 PM  

Post a Comment

<< Home