Tuesday, May 22, 2007

Í raftækjabúðinni hérna á horninu var verið að setja upp nýjar hillur. Þrír smiðir voru að baksast við þetta og 2 lögreglumenn stóðu yfir þeim á meðan til að vera vissir um að þeir stælu ekki neinu úr búðinni. Raftækjaverslun með videovélar, myndavélar, fartölvur, mp3 spilara og svoleiðis dót. Myndu íslenskir smiðir sætta sig við þetta? Aðgát eða ofsóknaræði?

Gummi mætti í raftækjabúðina og ætlaði að fara að kaupa sér myndavél. Fattaði þegar hann var kominn þangað að veskið var ekki með í för og mundi síðast eftir því í strætónum. Hljóp í næsta strætóstoppiskýli, talaði við strætóbílstjórann sem fór í talstöðina og einhverju síðar kom strætóinn sem var á hringleið með veskið hans. Hann var nýbúinn að taka út fullt af pening sem hann ætlaði að fara að versla fyrir. Heppinn?

Venjulega borgar maður ekki með korti hérna. Það er ótrúlegt bras ef það er hægt á annað borð. Svo biðja þeir alltaf um persónuskilríki. Bendi þeim þá á myndina á kortinu því persónuskilríkið er bara fyrir myndina. Sumir hverjir eru það "formúlulegir" að þeir segjast samt þurfa að sjá persónuskilríki, það á að biðja um persónuskilríki þegar þú borgar með korti... Talandi um að fylgja reglunum og skilja þær ekki.
Gummi borgaði með korti fyrir stuttu. Manninum fannst það ótrúlega sniðugt! að hafa mynd á kortinu sjálfu, tók það gott og gilt. Svo fór hann að pæla í myntinni á Íslandi. Eruð þið með krónur? Hmmm... svo fór hann að spyrja hina afgreiðslumennina hvernig hann færi að því að reikna evrur yfir í krónur til að geta notað svona erlent kort... Gummi kom honum í skilning um að skrifa bara evrur og bankinn sæi um afganginn. Dúddinn samþykkti það svo bara og stimplaði inn evrurnar, samt ekki sannfærður og þetta var ekki lág upphæð, vel rúm mánaðarlaun hjá dúddanum! Hvað er svona maður að gera með posa? Hvað ef Gummi hefði sagt að hann væri frá Bretlandi og þrjár evrur væru tæp 2 pund? Kjarakaup!
Gerir einhver svoleiðis?

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hvenær kemur þetta barn eiginlega??

7:47 AM  
Anonymous Anonymous said...

Þú veist að ef þú bloggar ekki daglega núna verður maður viss um að það sé komið!
Er það kannski komið???

Hildur

4:15 PM  
Blogger Kristjana said...

Nei hvada vitleysa. Thetta er svo tillitsamt barn ad thad bidur fram yfir annarlok...

7:53 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þetta barn tillitsamt, já ætli það verði ekki bara hljóðlátt eins og mamma sín og kiðfætt eins og pabbi sinn líka!!! NOT

8:03 AM  
Blogger Kristjana said...

Hátt til hnésins og hárprútt minnir mig að Jóhannes hafi pantað í brúðkaupinu. Er það ekki líklegt líka?

8:14 AM  
Anonymous Anonymous said...

Bara að það líkist Jóhannesi afa sínum sem allra minst, þá verður það heilbrigt og gæti átt bjarta framtíð.

1:04 PM  
Anonymous Anonymous said...

Berglind
Og er háskóli í þessum bæ ???? Þið getið sennilega þakkað fyrir að þeir skuli þó taka pening :)

2:09 PM  

Post a Comment

<< Home