Tuesday, May 01, 2007

Okey!

Það viðurkennist fúslega! Er latasti bloggari sem hefur gengið uppréttur á jörðinni:)

Það þýðir lítið að ætla að vera með eitthvað sagnfræðilegt yfirlit um það sem á daga mína hefur drifið. Var að koma frá Barcelona síðast þegar ég bloggaði.

Það hefur ekki mikið skeð síðan þá. Er bara í skólanum alla daga frá morgni til kvölds. Helgarnar fara svo í að læra, hitta bekkjarfélagana og hina skiptistúdentana.
Frekar fábrotið líf!

Tengdó kom í heimsókn um páskana og við fórum aðeins á flakk með þeim en vorum hérna heima í Jaén yfir sjálfa páskana. Fórum aftur á Gíbraltarhöfða, enda finnst mér þetta snilldar staður, hellarnir eru frábærir og aparnir algjört æði. Vorum í Marbella í nokkra daga en hittum alveg á páskarigningartímabilið svo minna varð um strandaferðir. Einni vikuna þeirra hérna var samt mun betra veður og Gummi fór með þeim aftur niður á strönd en skólinn hjá mér var byrjaður svo ég var eftir heima.

Núna er Gummi í prófum svo ég læðupúkast í kringum hann á meðan. Rétt rúmum hálfum mánuði eftir að hann er búinn í prófum byrja ég í prófalestri. Vandræðavesen að hafa þetta alltaf svona sitt á hvað, en við myndum örugglega bilast hvort á öðru ef við værum bæði í prófum í einu ,)

Prófin hjá mér klárast 6. júlí og við eigum flug pantað heim 9. júlí. Það verða nú einhver viðbrigði að koma hérna úr hitastækjunni og heim, en eflaust kærkomin tilbreyting. Það er alveg hægt að fá nóg af þessum hita hérna og tilbreytingarleysi í veðri.
Heimkomupartý er í skipulagningu. Hannes verður að flytja út úr íbúðinni okkar og yfir í sína eigin á þessum tíma. Við þurfum sjálf að flytja dótið úr okkar íbúð þar sem hún er að öllum líkindum seld og við þurfum að afhenta hana seinni part sumars. Um að gera að halda gott útflutningspartý fyrir bráðlega fyrrverandi nágranana;)

Hvað við gerum svo við allt draslið okkar? Nýju fataskáparnir sem var ekki búið að naglfesta... skv. sölusamningi fylgja þeir ekki með íbúðinni og því eigum við þrjá frístandandi fataskápa, ískáp, þvottavél, sófasett, hillur... Boy oh boy! En fer að verða búin að koma þessu út, meira að segja stóra hlunk sjónvarpinu! Hafdís fær það, ef hún getur sjálf borið það niður af 3 hæð ;)
Bækurnar, fiðlan og píanóið verða samt ekki seld! Enda lítið upp úr því að hafa og varla eigulegt fyrir neinn annan.

Við verðum því á vonarvöl í sumar, hálfgerðir hreppsómagar sem þvælumst bæ af bæ. Spurning um að geta unnið sér inn á hverjum stað fyrir fæði og húsnæði. Ég hlýt að geta eldað, setið hest og keyrt dráttarvél og Gummi sveiflað hamri, bakað, setið hest og drukkið! Það hlýtur því að vera hægt að finna einhver not fyrir okkur. Er búin að vera að undirstinga liðið smá saman með að þau gætu átt von á okkur í heimsókn... Auðvitað á þeim forsendum að um einskæra kurteisisheimsókn sé að ræða eða greiða af okkar hálfu.

Láru og Hannesi vantar örugglega einhverja félaga á djammið í borginni, ég gæti nú lagt Ilmi lið í hundauppeldinu, enda hundaeign mín (Snotra, Birna og Bangsi) í gegnum tíðina alveg til mikillar fyrirmyndar...! Berghildur Ösp, litla frænka örugglega farin að sakna æfinganna með að bíta í tærnar á sér og dansa trölladansa og á Akureyri úir og grúir af ættingjum. Gréta systir var að tala um að ditta að svölunum og helluleggja, það er alltaf matur á borðunum og fleti hjá Stínu frænku og Bringuliðið örugglega í heyskap; við hljótum að ná að pota okkur þar að án þess að mikið beri á. Begga frænka er svo á Húsavík og örugglega í einhverju hestastússi; það vantar alltaf einhvern til að detta af og nýtumst við Gummi fullkomlega í það ;)
Ég sé það að á þessu svæði ættum við að geta farið bæ af bæ södd og sæl án þess að mikið beri á eða upp um okkur komist.
Við ættum að ná að treina þetta þar til heyskapur hefst í Þistilfirði. Gamli fordinn og stjörnumúgavélin ættu þá að vera á lausu, svo ekki sé minnst á Binnu og rúllupökkunarvélina. Það er nú eitthvað um liðið frá því að ég fór í heyskap síðast, en þegar ég fór upp í einhverja af þessum nýju vélum þá þurfti ég manual-inn til að vita hverja af þessum 4 gírstöngum á að nota!
Svo er nú þjóðhátíð og Axel bróður vantar örugglega einhvern til að taka undir með sér í söng og borða frá sér lundana :) Það er best að ég sjái um að éta lundana og Gummi sjái um sönginn;) Bestun á hæfileikum!
Spurningin er með afmælið í Dalnum sem og kvartaldarafmæli Grétu systur. Það kemur til með að kosta margra daga viðveru af okkar hálfu, dugir ekkert minna!
Svo þarf náttúrulega að fara að hreyfa gæðingastóðið á Gunnarsstöðum fyrir smalanir. Þeir hafa í gegnum tíðina haft eigendurna sér til fyrirmyndar í holdafarsmálum og ekki áttað sig á muninum að bera, eða vera borinn. Þá er spurningin, svona í leiðinni, um að pranga félagsskap sínum upp á sjálfan Gunnarsstaðadónann, en hefur hann tjáð mér það að hann muni vera ríðandi pöddufullur á milli bæja í allt sumar. Svo vantar tengdó örugglega einhvern til að éta frá sér kleinurnar og terturnar sem hún framleiðir í massavís og þar ættum við að ná að bæta á ísaldarforðann svo við verðum á vetur setjandi. Þá fer að líða að smölunum og réttum í byrjun september með tilheyrandi mannamótum og gleðskap. Þá ætti sumarið að vera í höfn!

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ef þú kemur við á Akureyri þá sleppurðu sko ekki í burtu fyrr en þú ert búin að koma í heimsókn og fá a.m.k. eitthvað að borða;)

5:13 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ykkur er hér með báðum boðið formlega á hestbak í sumar á gæðingastóðið mitt. Munum við þá ríða pöddufull milli einhverra árennilegra bæja. Það verður bara að hafa það þó nafni minn í bumbunni á þér fái brennivínsdrullu af drykkjuskap móður sinnar!!!! Það verður þá örugglega ekki í síðasta sinn sem það mun gerast :-)

6:27 PM  
Anonymous Anonymous said...

Já, já... ég þarf greinilega að vera í fríi seinnipart sumars til að sinna litla frænda mínum eða frænku þar sem foreldrarnir verða svolítið busy hehe;o)
Gréta systir

7:58 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ekki má gleyma að koma við á Seyðis að hitta uppáhalds frænkur sínar þar sem þær eiga ekki eftir að þekkja of marga þar
KV LFB

9:43 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ja...hérna Katrín...mér finnst nú eiginlega bumbubúinn alveg gleymast í tessum áaetlunum...verdur hann ekki faeddur fyrir sumarfrí...eda???
Annars veit ég ad tú naerd alltaf ad gera helmingi meira en venjulegt fólk, svo kannski verdur stubburinn bara ordinn nógu stór til ad fara med í fyllerísreidtúra med Árna!
Kvedja Hildur

10:54 AM  
Anonymous Anonymous said...

ég verð nú eiginlega að taka undir með Hildi, verður þú ekki með barn með þér eða???? annars vantar alltaf einhvern til að hreyfa hrossin, ekkert endiega til að detta af þeim :)
Bergling og Bjartur

5:00 PM  
Blogger Katrín said...

Ég ætla nú ekki að ala upp neinn ræfil! Litla dýrið sjóast örugglega fyrr en varir, það var búið að segja mér að þetta væri ekkert mál og engin ástæða til að ala þetta upp í einhverjum bómullarkassa...

Svo á ég bara 50%... og það einmitt akkúrat á meðan dýrið sefur;) Las líka á netinu að 0-4 mánuði sofa a.m.t. 16 tíma á dag! Þess fyrir utan hef ég algjörlega séð um þetta sl. 9 mánuði og þá taka 9 mánuðirnir hans Gumma við ;)

Alle sammen under control ;)

8:24 PM  

Post a Comment

<< Home