Monday, October 16, 2006

Setti inn myndir af nautaatinu - ég vara ykkur samt við! þær eru ekki geðslegar, margar hverjar eiginlega bara ógeðslegar. Ég sé að ég á enn greinilega langt í að gerast alvöru villimaður, ég hef ekki alveg þessa mannvonsku að níðast svona á skepnunum.
Það að elta hænurnar hennar ömmu og kreysta eggin úr þeim, hanga í halanum á kálfunum eða ýta hundinum fram af flekanum til að sjá hann synda í land er tittlingaskítur í samanburði við þetta. Þetta á rætur sínar að rekja til hreinnar mannvonsku!

Fór í ,,Kringluna" - Centro Comercial de Loma öðru nafni- í dag. Við Gummi ákváðum að rölta þangað en enduðum í einhverjum ógöngum þegar við ætluðum að stytta okkur leið fyrir ólífuakrana. Vissum ekkert hvert við forum komin og sáum bara ólífutré. Náðum að koma okkur á rétta braut á endanum.

FANN PÖNNUKÖKUR ! og í fyrsta skipti frá því að ég kom hingað át ég alveg magafylli mína. Mikið óskaplega var það gott.

Merkilegt hvað tíminn er afstæður hérna. Fórum með strætó til baka og þurftum bara að bíða í rétt rúman hálftíma eftir honum. Maður er svo sem ekkert að kippa sér upp við það, það væri fyrst eitthvað óeðlilegt við það ef hann kæmi á réttum tíma.
Svo er spurningin um að fara að herða sig upp í matargerðinni. Keypti krabba og ætla að prófa að elda hann. Legg ekki alveg strax í smokkfiskinn.
Hef bara ekki hugmynd um hvernig ég á að elda hann. Ég verð að fara að redda mér almennilegri spænskri matreiðslubók.

Er að baksast við að gera lasanga í gasofninum, spurning hvort við fáum skitu af því. Það var reyndar í tilbúinni pakningu, en ég þurfti að taka utan af því og svona áður en ég setti í ofninn...

5 Comments:

Blogger Kristjana said...

Úff, mér er nú hálfóglatt eftir myndasjóið. Enda hálfgerð pempía og hef aldrei einu sinni farið á skytterí! hehe... Einhvern veginn er þetta samt miklu viðkunnalegra þegar nautabaninn er sæmilega fær og bæði hann og nautið halda virðingu sinni.

1:15 AM  
Anonymous Anonymous said...

Þetta er alveg ótrúleg mannvonska, maður heldur sko skilyrðislaust með nautinu. Bara að eitthvert nautið hefði náð einhverjum, helvítis bananum.

9:24 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ég er við það að gubba yfir eðlisfræðibókina mína! Líka þegar þú ert að mynda enhvern óhugnað þá ertu að pæla í því hvernig hornin vaxa! Alveg hreint stórskrítin.....
En þetta með pönnukökurnar, ég get alveg reynt að senda þér nokkrar með rjóma í pósti, ábyrgist ekki árangurinn...
Kveðja Sunna

10:32 AM  
Blogger Víkingur said...

Ég sá einu sinni í sjónvarpinu naut sem náði nautabananum og þræddi annað hornið upp í anus á honum og sveiflaði honum svo til og frá... ég verð nú að segja að ég fann nú meira til með honum en við að sjá blæðandi naut, þó að nautabaninn geti svo sem sjálfum sér um kennt. ;)

2:51 PM  
Blogger Katrín said...

Hehe... ég hefði sko viljað sjá nautið ná nautabananum. Sérstaklega lúðanum sem gat ekki neitt og skýldi sér á bak við hestinn!

Ég efast um að pönnukökurnar fari vel í pósti;) Lakkrís myndi hins vegar alveg þola það... sérstaklega svona saltlakkrís
Heimilisfangið er:

Avenida Camino de las Cruces no. 28, 2B
23003 Jaén
Spain

Bíð spennt við póstkassann ;)

6:04 PM  

Post a Comment

<< Home