Thursday, October 12, 2006Þarna verð ég á eftir. Búin að kaupa mér miða á fremsta bekk! Nú er að duga eða drepast. Veit ekkert hvernig mér á eftir að finnast þessi villimannsíþrótt þeirra. Það eru allir þvílíkt hrifnir af nautaatinu. Færu á öll, dag eftir dag, ef þeir ættu pening. Í hverjum einasta krummaskuði er svona nautaatshús. Allir bekkjarfélagar mínir þekkja nautabanana og hafa einhverja skoðun á því hverjir eru góðir og hverjir ekki. Þetta geta þeir rökrætt fram og til baka.
Ætli þetta sé ekki eitthvað svipað og með hestana hjá okkur og hestamannamótin. Á eftir verður nautaat með hestum. Mig langar að sjá það og svo á að vera einhver rosalega góður nautabani á sunnudaginn, einhver voðalega frægur.
En þetta kemur von bráðar í ljós. Er alveg komin með fiðrildi í magann!
Þeir voru að koma með hestana áðan þegar ég fór að kaupa miða. Stalst til að kíkja inn í hringinn ;) Posted by Picasa

1 Comments:

Blogger Kristjana said...

Spennandi! Vona að það fari ekki fyrir þér eins og fyrir mér á hanaslagnum um árið. Sat á fremsta bekk og fékk blóðslettu í augað. *hrollur*

4:17 PM  

Post a Comment

<< Home