Tuesday, April 04, 2006

Vitleysingurinn ég...

Var að sækja um skóla úti á Spáni. Ákvað að fara sem skiptistúdent fjórum dögum áður en umsóknarfrestur rann út, ekki seinna vænna.
Var ótrúlega ánægð með það þegar þetta hafðist í tæka tíð. Nokkuð sátt að vera búin að ganga frá þessu og þá er bara að bíða fram í ágúst með að fá svar frá skólanum um hvort ég kemst inn.
Í gær áttaði ég mig samt á einu, geymdi einu örlitlu atriði... GEYMDI AÐ SÆKJA UM MASTERSNÁM Í HÁSKÓLANUM... Þ.e. ég verð að vera mastersnemi hér til að mega fara út sem skiptinemi. Umsóknarfresturinn var til 15. mars

Sópaði saman öllum persónutöfrunum, bjó til plan og indæla saklausa persónu sem ekki er hægt að neita um neitt.
Er ekki vön því að láta neita mér um neitt og fer ekki að byrja á því núna.
Nýja persónan mín var með brúnt sítt hár í fléttu, rosalega róleg og indæl, eilítið feimin og hikandi og ótrúlega leið yfir að vera með allt þetta vesen.
Og viti menn... Þau vildu allt fyrir mig gera og nánast skrifuðu umsóknina fyrir mig. Hún fór svo í bunkann með hinum umsóknunum, sem að vísu var skilað inn fyrir mánuði síðan.
En gáfunum þyrfti að ljúga upp á mig! Áttaði mig á því eftir að ég var komin heim að auðvitað dagsetti ég umsóknina... 3. apríl !
En þeir fara nú varla að velta sér upp úr því...

En backup planið, ef ég kemst ekki inn í skólann úti á Spáni er Kawasaki Vulkan 900. Er búin að lofa mér því að ef ég kemst ekki inn þá fæ ég að kaupa mér langþráð mótorhjól beint úr kassanum.
Þegar kom að því að velja á milli... mótorhjól versus mastersnám þá varð maður að sýna smá skynsemi - sem ég verð að vísu seint þekkt fyrir en viti menn...
Svo ef ég kemst ekki inn í skólann þá verður þetta engin rosaleg sorg. Þá kem ég til með að geysa um götur borgarinnar á mótorfáknum mínum ;)

Svo er svo merkilegt með skipulagið hjá mér að ég er alltaf með tvöfalda skipulagsdagskrá. Málið er að þegar ég ákvað að fara í skólann og kláraði umsóknarferlið frá þá var ég búin að panta og borga ferð til Tyrklands um miðjan september. Skólinn á Spáni byrjar í lok september og það er mælt með 4 vikna málanámseiði áður. Sem þýðir að ég þá fer ég til Spánar í byrjun sept. fer á námskeiðið, fæ svo frí í viku til að fara yfir til Tyrklands og hitta Sirrý, Gumma og Júlla og svo aftur til Spánar til að fara í skólann. Gott plan ????

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

...

12:07 PM  
Anonymous Anonymous said...

GUUUUUUÐ minn góður, þú ert seinnipartur og engin undantekning frá því

11:56 AM  
Anonymous Anonymous said...

....... en samt gaman að sjá að þú ert farin að blogga aftur

11:57 AM  
Blogger Katrín said...

Magnað að fólk skuli ekki vera búið að gefast upp á því að tékka á blogginu ;)
Gott að einhver fylgist með ;)

8:56 PM  

Post a Comment

<< Home