Thursday, April 27, 2006

Jæja...

Nú er komið að fyrstu beltagráðunni minni í Karate-inu; spurningin er hvort ég eigi eftir að gefa sjálfri mér á'ann eða fljúga á hausinn fyrir framan dómarana.
Alltaf að vona það versta því það gerist minnst kosti ekki verra en það.

Annars er ég bara heima að læra þessa dagana. Vaknaði kl. 6 í morgun, var að dreyma dæmi í línulegri algebru sem ég gat ekki leyst og mér leið svo illa þegar ég vaknaði að ég gat ekki sofnað aftur. Ég var s.s. búin að fara í sturtu, borða morgunmat, setja í þvottavél og lesa blaðið þegar ég mætti í skólann kl. 8 í morgun.
Í dag hef ég svo verið að læra og ímynda mér hvernig niðurlæging lífs míns í kvöld eigi eftir að koma út.

Fyrsta prófið er á þriðjudaginn. Vinsamlegast sendið mér allar þær jákvæðu jónir sem þið megið sjá af eftir hádegi þann 6. maí. Þá verð ég í stærðfræðigreiningu dauðans.
Annars er líf mitt frekar tilbreytingarsnautt þessa dagana. Núna er það bara hafragrautur og slátur, skyr og Coca Puffs sitt á hvað, karlanginn flúinn að heiman og rassinn á mér er farinn að gróa fastur við skrifborðsstólinn.
7 - 9 - 13 og þetta verður síðasta almennilega prófatörnin í HI.

4 Comments:

Blogger Víkingur said...

Ég sendi nú venjulega bara frá mér metangas, en ég skal senda extra mikið af H+ jónum fyrir greininguna þér til aðstoðar :)

11:48 PM  
Blogger Katrín said...

Hehehe... kannski maður ætti bara að fara í prófið og sleppa einni bombu! Og vera sjálfur með súrefnisgrímu! Maður kæmi þá örugglega vel útúr samanburði á prófinu ;)

3:10 PM  
Anonymous Anonymous said...

sjitt, kannast við svona drauma! Nóttina fyrir greiningu 3 var ég ofsótt af falli sem ég manekki hvað heitir en því svipar til hedwige, uglunnar hans harry potters.

Vaknaði í svitabaði með dúndrandi hjartslátt, held ég hafi sofið samtals 3 tíma þá nóttina

úff.. hvað lífið er ljúft í dag, ég skal senda þér fullt af +jónum

5:56 PM  
Blogger Víkingur said...

Ég giska á Heavyside fallið, ég kann samt ekki neitt í greiningu 3, þakka bara fyrir íhaldssemina í Reyni Ax. að hafa þetta þannig að þeir sem fengu 4 voru hækkaðir upp í 5 :) af því að raunvísindadeildarnemarnir (sem voru örugglega með meðaleinkunn upp á 9,5 í greiningu 3) þurftu bara 4 til að ná :) :)

12:35 AM  

Post a Comment

<< Home