Saturday, April 22, 2006

Ég er fætt kvikindi...

Það kemst enginn í hálfkvist við mig hvað það varðar. Þvílík unun að sjá einhvern engjast um á önglinum. Veit ekki hvað ég fæ út úr því; það kemur bara þessi ótrúlega sælukennd yfir mann... Múehehehe got'ya...

Aumingja Guðmundur, ég segi það satt. Ekki það að ég vorkenni honum í alvörunni, en það sem ég hef lesið um siðferðiskennd og manngæsku þá ætti ég samkvæmt bókunum að gera það. Þvílík og önnur eins kellingar herfa sem hann giftist, því fá engin orð lýst...

Gummi ákvað á miðvikudegi fyrir páska að fara til Danmerkur og hitta bróður sinn. Við vorum búin að kaupa páskasteikina og svona svo ég einhvern veginn gékk útfrá því að hann ætlaði að eyða þeim með mér og varð heldur betur eins og snúið roð í hund þegar ég komst að því að svo væri ekki.

Hann pantaði flug til Danmerkur morguninn eftir og flugið átti að fara kl. 8. Svo vakti hann mig kl. 6 til að skutla sér á rútustöðina. Mín bara vatt upp á sig og sagði honum að hann gæti sko tekið leigubíl.
Hann greyið fór eitthvað að reyna að blíðka sína ástkæru en ekkert gékk. Ég, vitandi að hann var að leggja sig allann fram við að draga úr fýlunni, sagði að það eina sem gæti létt mér lund væri að segja mér hvar hann hefði falið páskaeggið mitt (þar sem ég er búin að vera gift gaurnum í 3 ár þá vissi ég að hann hefði auðvitað gleymt því). Hann fölnaði upp, fattaði að þarna lá helvítis hundkvikindið... six feet under.
Hann tók leigubíl niður á BSÍ, nema hvað! Missti af rútunni og næsta átti ekki að fara fyrr en tveim tímum seinna.
Svo aumingja Guðmundur þurfti að hringja í sína úrillu geðvondu eiginkonu og biðja hana um að skutla sér til Keflavíkur. Hárið fauk nærri því af þegar ég argaði í símann: ,, hvað meinaru? Misstiru af rútunni?!?!?!?!?! Okey þá, ég skal skutla þér en bara ef þú segir mér hvar þú faldir páskaeggið, ég nenni ekki að hvolfa öllu við til að leita að því. "
Karlgreyið krossaði sig bara í bak og fyrir og vonaði það besta... Fékk far út á Keflavík og allann tímann pexaði ég...

ææææiii, kommon, segðu mér bara hvar þú faldir helvítis páskaeggið, það er nú alveg sanngjarnt þar sem þú ætlar að yfirgefa mig yfir alla páskana.

Ég finn eggið á endanum, sparaðu mér ómakið og segðu mér hvar það er!

Ég veit alveg að þú myndir aldrei í veröldinni gleyma að kaupa páskaegg handa mér, þú þekkir mig nú miklu betur en svo, að gleyma páskaegginu... Þú myndir aldrei láta það hvarfla að þér, svo segðu mér bara hvar HELVÍTIS EGGIÐ ER !!!

Sjá hann engjast um á önglinum... hehehehe I'm an evil bastard ! En kommon, ég er að tala um sjálft páskaeggið... You know what I mean!

Svo kom ég heim, leið strax betur;) Og hafði næði til að læra um páskana.

Á laugardegi fyrir páska hringir dyrabjallan... Blómasending? Blómasendillinn (frændi Gumma) er ekki fyrr komin inn um dyrnar en hann fer að afsaka sig. Hann fékk skýr fyrirmæli um það að koma við í búð á leiðinni og kaupa páskaegg! Hann fór í tvær og það var uppselt í báðum. Hann kom með konfekt í staðinn...
Gat nú ekki skammað hann, þekki hann ekki nóg.

Hringdi svo í Gumma sagði honum að þetta hefði verið góð tilraun... Yea right !

7 Comments:

Blogger raggatagga said...

Eins og það var fínt að búa með þér á sumrin þá þakka ég stundum fyrir að búa ekki alltaf með þér...og hvað þá að hafa það á herðunum að þurfa að muna eftir öllu sem er þér auðsynlegt greyið mitt..en ég er samt smá sammála, þetta var nú sjálf páskaeggið!

11:28 AM  
Blogger Katrín said...

Kannski allt í lagi að búa með mér en aumingja Guðmundur álpaðist til að giftast mér og lögum samkvæmt þá verður hann að dansa eftir mínum duttlungum.

Og ég er að tala um SJÁLFT PÁSKAEGGIÐ !!!

12:15 PM  
Anonymous Anonymous said...

Aumingja Guðmundur á alla mína smúð. En ójá það er sko LH, ekki spurning þó að rigni eldi, brennisteini og jafnvel einhverju fleiru. Síðan er það enn einn stórviðburðurinn í sumar, þrítugs afmælið mitt í hlöðunni á Gunnarsstöðum, gaman, gaman.

1:54 PM  
Blogger Katrín said...

Á að halda upp á afmælið þann 17.?

3:53 PM  
Blogger Katrín said...

Hvað hét aftur tjaldið? Man það var ekki Himmelbergen, en eitthvað svoleiðs...

Nú verðuru að fjárfesta í nýju fyrir sumarið.

3:54 PM  
Anonymous Anonymous said...

Afmælið verður að kvöldi 19. ágúst. En tjaldið....... man ekki hvað það hét, sennilega Himmelbjerget eða e-ð svoleiðis, en ég verð sennilega að fjárfesta í nýju :-(

3:07 PM  
Anonymous Anonymous said...

Díses, stakk Gummi af OG gleymdi páskaegginu????!!!
Vá hvað ég hefði drepið hann.....dugar ekkert minna en dauðarefsing við svona broti og hana nú!!

5:15 PM  

Post a Comment

<< Home