Hmmm...
Var búin að gleyma þessu með klukkið!
Ég er eins ótrúlega venjuleg og hægt er að vera. Fimm atriði sem um sjálfa mig sem eru óþekkt eða lítt þekkt... Þar sem ég er ekki þessi dularfulli karakter þá er nú ekki margt eftir sem fólk veit ekki um mig.
1. Ég er ekki myrkfælin, heldur hrædd um að ísbjörn sé á ferðinni. Það er dimmt á veturna og ísbjörn er bara á ferðinni þá. Ég hef samt aldrei skilið af hverju ísbjörninn minn er alltaf bara á ferðinni í myrkri. Ég held að annars sæi ég hann þegar hann er langt í burtu og gæti komið mér í öruggt skjól.
2. Nelson Rolihlahla Mandela var hetjan mín. Ég skýrði hestinn minn Skvettu Mörtu Mandela, kindin mín hét Móra og fékk seinna ættarnafnið Mandela og hundurinn minn hét Snotra Marta Mandela. Veit ekki alveg hvaðan Mörtu-nafnið kom. Held að það hafi verið svona stuðla og höfuðstafa dæmi, svo rythminn væri réttur. Ég var níu ára þegar hann losnaði úr fangelsi og svo var hann kosinn forseti ári seinna og mér fannst þetta bara ógurlega merkilegt.
3. Ég er dagdraumamanneskja út í gegn og þegar ég les bækur þá hoppa ég úr einum draum í annan. Einn daginn er ég indjáni sem sit berbakt á hesti og sef í skinntjaldi. Annan daginn er ég hertogaynja á 16. öld, geng um í lífstykki og drekk te; þriðja daginn Everestfari og þann fjórða geimvísindaspegúlent...
4. Þegar ég var lítil þá þoldi ég ekki þegar var verið að trufla mig við að lesa (þoli það reyndar ekki enn) og lestur er í miklu uppáhaldi. Ég átti leynistað inni í skáp undir hjónarúmi mömmu og pabba þar sem ég var búin að koma fyrir lampa og lá þar í köðli og las. Allt til að fá að vera í friði. Partur af Á hverfandi hveli var lesinn þarna undir ;)
5. Ákvarðanir tengdar vali eru erfiðastar. Spurningin: ,,á ég að gera þetta EÐA hitt" fær alltaf endinguna hvernig fer ég að því að gera hvoru tveggja. Ég lifi í þeirri trú að það er ekkert í heiminum sem ég get ekki; ég á bara stundum svolítið erfitt með að sætta mig við að ég næ ekki að gera allt.
Það er frekar fáránlegt að skrifa eitthvað svona um sjálfan sig. Gaman að fá komment á þetta og sjá hversu vel fólk þekkir mann ;)
Ég á víst að klukka einhvern það eru bara flestir búnir. Þeir sem eftir eru vinsamlegast drífið í þessu !
0 Comments:
Post a Comment
<< Home