Komst á almennilegt sveitaball...
Það var ball á Skjöldólfsstöðum síðustu helgi; Geirmundur Valtýsson að
spila. Mig hlakkaði til allann daginn, að fara á ball. Ekki nóg með að
komast á ball heldur þá ætlaði ég að hitta einhvern þar... ekki bara
einhvern heldur hafði ég einn ákveðinn í huga.
Svo kom ég á ballið og beið, er alltaf að horfa í kringum mig, er hann
kominn? Hvar er hann? Ætlar hann kannski ekkert að koma? Buhu...
Svo hélt ég áfram að dansa við fullt af fólki en var samt alltaf að horfa
í kringum mig. Athuga hvort gaurinn væri nokkuð mættur á svæðið. Svo kom
ég auga á hann, akkurat í miðri sveiflu. Þá stóð hann í dyrunum og horfði
glottandi á mig. Allt í einu brosti ég bara eins og hálviti úti á miðju
gólfi og varð pínu feiminn.
Hvað á maður þá að gera? Halda í cool-ið... ,,Nei, hæ. Bara mættur á
ball!" Halda svo bara áfram að dansa við hina og vonast eftir að honum
finnist vel æfða hægri rasssveiflan ómótstæðileg og langi til að
skoða þennan gríðarlega rass aðeins betur. Jafnvel fara með hann heim...
Svo fórum við að dansa, vorum náttúrulega eins og fávitar úti á miðju
gólfi og allir að horfa; en mér var alveg sama. Allt í einu pikkar
vinnufélagi í öxlina: ,,Við erum að fara heim (upp í Kárahnjúka) ætlaru
ekki með?" Auðvitað vildi ég ekkert kveðja draumaprinsinn akkurat þegar ég
hafði fundið hann. Þá kom þessi fallega, rómantíska setning frá litlu
saklausu ástfangnu sveitastúlkunni... ,,Heim!?!, já nei! Lagið mitt er
ekki enn komið og ég á eftir að fara á kallinn! Fer ekkert heim strax..."
Veit ekki af hverju en þetta fór eitthvað fyrir brjóstið á vinnufélögunum
sem vissu ekki betur en ég væri harðgift kona. Þá hefur bara ekki grunað
að þessi gæi gæti hugsanlega verið sá sem ég giftist þarna um árið.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home