Thursday, June 16, 2005

Fyrsti dagurinn í vinnunni gékk stórslysalaust fyrir sig, ótrúlegt en satt.

Ég vaknaði náttúrulega eldsnemma, fór í sturtu, borðaði, las moggann og fréttablaðið líka. Gékk svo svona 30 ferðir um íbúðina, skipti um föt svona 12 sinnum og skoðaði spegilmynd mína svona 10 sinnum til að athuga hvort ég væri nokkuð með bleikt tússlita strik á andlitinu eða eitthvað í þá áttina. Loksins varð klukkan 8 og ég fór af stað. Ekki pottþétt á að rata í fyrsta, vegaframkvæmdir o.fl. á leiðinni. Mætti of snemma, átti víst ekki að mæta fyrr en 9.
Plantaði mér hjá kaffivélinni, þambaði kaffi og heilsaði hinum koffínfíklunum sem létu sjá sig þarna. Rétt eins og fólk fer saman út að reykja og kynnist fólki svoleiðis þá ættu kaffifíklar að fara að halda sig meira saman. Þannig verður það einn daginn að maður þarf að fara í kaffiskúrinn og verður stimplaður suddi fyrir vikið!
Þetta var byrjunin á fyrsta vinnudeginum mínum. Mér leið eins og ég hefði borðað sement í morgunmat. Klumpurinn í maganum hefur nú veðrast töluvert og mér líst bara skrambi vel á þetta.

To be continued...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home