Saturday, May 14, 2005

Eftir ellefu og hálfan tíma er ég komin í sumarfrí. Hvað hlakkar mig eiginlega til...

En síðasta prófið er eftir; það er kl. 9 í fyrramálið. Erfiðasta prófið og eins og alltaf er maður alveg búinn á því þegar kemur að síðasta prófi og ég hef bara enganveginn haft aga til að læra nokkurn skapaðann hlut fyrir það.
Svo veit ég að ég verð hundfúl á morgun þegar mér gengur illa að leysa prófið. Ég er samt að hugsa um að fara bara að sofa og sjá til. Kannski sting möppunni undir koddann; það hlýtur að virka.
Helvítis prófið byggist á tveim dæmum, annað er klukkutíma dæmi og hitt er tveggja tíma dæmi. Kennarinn var eiginlega miður sín yfir því að eitt árið kom það fyrir að nemanda tókst að klára prófið áður en próftíminn var búinn. Hann hefur passað það vel síðan að það komi ekki fyrir aftur. En fyrir lúða eins og mig sem er svo lengi að reikna, þá er þetta bara ekki sanngjarnt. Ég veit ég er ekki alveg alvitlaus í þessu, en það er erfitt að sýna fram á það ef manni tekst ekki að koma því litla sem maður veit niður á próförkina áður en tíminn er búinn.
Svo er maður nokkuð glataður ef maður byrjar illa á 67% dæmi. Það veit aldrei á gott.

Ég verð samt í skýjunum yfir því að vera búin, hvernig sem fer ;)

Hasta pronto...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home