Wednesday, April 27, 2005

Próf !!!

Og ég nenni ekki að læra. Hvað getur maður eiginlega verið latur?

Svo er ég algjör snillingur, mér tókst að týna einni möppunni minni, sem inniheldur öll heimadæmi, glósur og blöð frá kennaranum í Vega og flugbrautagerð. Geri aðrir betur! Hún er horfin af yfirborði jarðar og ég skil ekki hvað varð um hana. Held að hún hafi farið á flakk uppi í skóla og sé þar einhversstaðar í reiðuleysi, en þrátt fyrir mikla leit finnst hún ekki.

Fór til Sirrýar um helgina, í fína stutta gallapilsinu mínu og hnéháum skóm. Svo þegar ég kom á staðinn þá voru allir enn að smíða þannig að ég fékk bara lánaðan galla hjá Gumma og gat þá klifrað upp um alla veggi og þök án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að einhver væri að horfa undir pilsið. (Gerði það aðallega fyrir þá, svo ég myndi ekki trufla þá við smíðarnar) Pilsið var hvort eð er það stutt og gallinn það klofsíður að það skipti ekki máli. Það hefur verið frekar skondið fyrir þá sem voru þarna þegar við vorum að fara í mat þegar ég fór úr gallanum og í ljós kom mínipils, rússkinsskór og stuttur bolur.

Mig langar svo að finna mér einhverja íþrótt til að æfa. Það er fínt að hlaupa en maður er alveg aleinn og ræður sér alveg sjálfur (sem hefur sína kosti og galla). Mig langar að prófa að æfa eitthvað þar sem er þjálfari og maður þarf að fylgja einhverju prógrammi. En spurningin er hvað...

Fótbolti... hef tvisvar beinbrotið aðra manneskju í fótbolta, sem, eins og gefur að skilja, er vísir á það að ég er ekkert sérlega góð í fótbolta. Það sama á við um körfubolta, þar er ég náttúrulega afspyrnu léleg. Hef aldrei spilað handbolta. Allar svona íþróttir eru fyrir fólk sem kann eitthvað smá, það er ekkert gaman að vera algjör byrjandi.

Frjálsar eru bara leiðinlegar + það að maður dettur ekkert af himnum ofan 23 ára gamall og fer að æfa frjálsar. Ég ætti kannski bara að skrá mig í fimmþraut og sjá svo til ;) Tala í símann, borða, sofa, lesa og tölvast er fimmþraut sem ég stunda af lífi og sál!

Áflog... Natural born! Kemur af því að eiga eldri bróðir og hafa barist fyrir lífi sínu frá blautu barnsbeini -survival of the fittest! Þar er reyndar einu staðirnir sem bjóða upp á byrjenda-eitthvað.

Sund... get varla talist synd. Drukkna í hvert skipti sem ég reyni að synda skriðsund.

Joga -er það ekki aðallega skrítið fólk? Örugglega fínt í hófi, en það vantar kraft í það.

Eru einhverjar uppástungur? Queres ayudarme?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home