Wednesday, April 13, 2005

Úff... hvað er ég nú búin að koma mér í?

Þessi litla ég, sem lenti í formlegu starfsviðtali. Þetta er þriðja starfsviðtalið sem ég fer í um ævina og öll í sl. viku. Viðtalið fór fram í fundarherbergi og þar komu framkvæmdastjóri og starfsmannastjóri og ræddu við mig. Ósköp viðkunnalegir, en tiny hjartað mitt barðist um eins og óður hestur í brjósti mér. Ég reyndi að brosa og sýnast eðlileg; það virðist hafa virkað. Þeir féllu fyrir því.
Núna er ég komin með starfssamning í hendurnar, þrjár blaðsíður, sem ég þarf að undirrita og væntanlega standa skil á í framhaldi af því.
Ég held þeir séu eitthvað að misskilja þetta, kaupa köttinn í sekknum. Þetta er bara litla, pínulitla ég og mig langar bara að vinna hjá þeim. Það þarf ekki allt þetta bras...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home