Sunday, January 23, 2005

Ég er á mörkum þess að setja heimsmet úr leti, andleysi og framtaksleysi. Ég nenni ekki lengur að hreyfa mig, það gengur ekkert að vakna á morgnana, ég hreinlega nenni ekki að borða og ét coco puffs öðru hvoru til að friða hungurverkina og það er bara ekki vegur að ég geti opnað bækurnar. Það sérst meira að segja hversu dugleg ég hef verið að blogga!

The story of my miserable life!

Fór samt í bíó í gær og sá Alexander. Fjölli, Hannes og co miskunnuðu sér yfir mig og tóku mig með þar sem ég hef engan bíófélaga og það er ekkert verra en að fara með pörum í bío. Þá er maður alveg þriðja hjól undir vagni. Þeir voru ekkert að fara að halda í höndina hvor á öðrum þannig að þetta var allt í lagi.
Myndin er helv... massív. Góð mynd en það er nóg að horfa á hana einu sinni, enda er hún þrír tímar.

Það er bara ekki vegur að ég geti byrjað að læra. Er að byrja þriðju vikuna af önninni, af 14 vikum og það er bara ekkert að gerast. Svo verður maður fúll seinna á önninni fyrir að hafa notað tímann svona illa. Ég er bara totally freðin í hausnum, það er héla á andlitinu á mér og grýlukerti á nefinu. Heilasellan er flutt til heitari landa og kemur ekki aftur í bráð.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home