Friday, December 17, 2004

BÚIN Í PRÓFUM !!!

Veit bara ekkert hvað ég á af mér að gera. Það að sofa út, þ.e. lengur en til átta er bara fjarlæg minning -eitthvað sem gerðist í fyrndinni-.
Prófið í morgun gékk merkilega vel, betur en ég átti von á. Lára kom til mín í morgunkaffi um sjö og ég var totally hopeless. Drattaðist í prófið og þegar ég settist og fór að skoða prófið, svona með semingi, þá allt í einu lifnaði yfir mér; ég fann bara fullt af hlutum sem ég gat gaufast við. En það var svo sárt að tíminn leið svo hratt. Ég skrifaði og skrifaði, reiknaði, teiknað og útskýrði til að reyna að sýna fram á að ég gæti nú eitthvað; tíminn vann gegn mér og ég varð að sleppa 20% alveg og 20% gerði ég á einu korteri. Ég efast um að kennarinn skilji hvað ég skrifaði og ég vísaði í skýrslur og aðra útreikninga máli mínu til sönnunar. Veit ekki hvort þetta hefur dugað, en því ég geri lítið í því hingað til.
Fyrir næsta próf hjá Sigga Straum ætla ég að fara á hraðskriftar- og hraðlestrarnámskeið. Ekki veitir af.

Fór í búðir með Láru og Ilmi áðan, keypti smá jólagjafir og geggjaða skó. Lét vera að kaupa mér buxur, þar sem það hefur verið frekar vinsælt hingað til...

Þrif á íbúðinni og jólakortaskrif liggja fyrir...

Caio

0 Comments:

Post a Comment

<< Home