Monday, November 29, 2004

Hvað halda útlendingar eiginlega þegar þeir koma til Íslands... Við erum svo over-do-it þegar við tökum okkur eitthvað fyrir hendur.

SHEEP WORRIER - Stekkjarstaur

GULLY GAWK - Giljagaur

STUBBY
- Stúfur

SPOON LICKER - Þvörusleikir

POT LICKER - Pottasleikir

BOWL LICKER - Askasleikir

DOOR SLAMMER
- Hurðaskellir

SKYR GLUTTON - Skyrgámur

SAUSAGE STEALER - Bjúgnakrækir

WINDOW PEEPER - Gluggagægir

DOOR SNIFFER - Gáttaþefur

MEAT HOOK - Ketkrókur

CANDLE BEGGAR - Kertasníkir

Hvað myndu bandarískir krakkar halda ef þau vissu að næstu nótt myndi
Window Peeper koma í heimsókn á meðan þau væru sofandi... Þar sem það er löglegt að hafa byssu til heimilis og einkanota þar í landi myndu þau væntanlega skjóta hann og losa samfélagið við þennan ósóma... og fá orðu fyrir. Hann færi ekki mikið lengra þessi jólin. Enda myndi ég ráðleggja jólasveininum, eins og staðan í heiminum er í dag, að bæta skotheldu vesti inn á sig; þá sérstaklega ef hann ætlar að fara um í USA.
Mér finnst samt allt í lagi með gáttaþef, en Door Sniffer. Mér dettur bara einhver aflóga perri í hug og vil ekkert með hann hafa, allra síst fá hann inn til mín um miðja nótt.
Eins er ég viss um að Eþjóðpíu finndist ekkert fyndið að fá Meat Hook í heimsókn. Eða fyrir eskimóana að fá Door Slammer í inn, hvað þá þegar hann færi út og snjóhúsið færi í mola. Sendum Stubby til Japans og Gully Gawk til Indlands. Við komum til með að brillera í alþjóðasamskiptum og enginn vill koma til Íslands um jólin.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home