Thursday, October 14, 2004

Það sem mig vantar er datt-stöð sem kostar undir 170 þúsund kalli. Finnandi vinsamlegast sendist á stúdentagarðana merkt Katrín !

Tölvan mín hrundi, til grunna. Hún er brunarústir einar. Fór niður á EJS, var að spá í að hafa haglabyssuna með, en vildi ekki fá víkingasveitina á eftir mér. Þeir lofuðu öllu fögru, en engu að síður er Matlab-skýrslan mín farin norður og niður. Dauði og djöfull!

Þessi tölvuheimur, sem annars er svo indislegur, er rotinn í gegn. Spáið í það hversu tölvufyrirtækin taka kúnnan gjörsamlega í rassgatið þegar þeim hentar og þar sem þeim hentar. Og svo eru þeir með milljarða á milljarða ofan í hagnað. Það er ekki sjens að þeir geti sagt nákvæmlega hvað er að tölvunni, þeir geta ekki einu sinni sagt til um að eitthvað sé að, nema af því að ég held því fram.
Ég fór alveg sótbrjáluð niðureftir, laug því í þá að ég væri ofurtölvunoord (annars segja þeir að maður sé bara heimsk stelpugála sem geymdi að ýta á power-on) og lét í því liggja að ég myndi snappa þarna inni á skrifstofunni ef þessu yrði ekki reddað. Manngreyið tók tölvuna og hljóp inn á verkstæði ;) Ég er greinilega algjör frenja!

Búin að finna gott ráð til að taka á því í ræktinni...
Álag og öryggi, heimaverkefni bíður úrlausnar... val => Heimadæmi versus ræktin.
Komin í ræktina, á hjólið...12.4 mílur, 20 kílómetrar, 40 mínútur, 414 hitaeiningar, get ekki meir. Krampi í kálfunum, erfitt að labba en enn bíður heimaverkefnið...
Heimaverkefni versus æfingar
Armbeygjur 5x10, magaæfingar5x30, grindarbotnsæfingar (bætir kynlífið... sem er hvort eð er mjög langsótt þessa dagana) úfff... er hvort eð er lúði að forrita í Matlab, best að fara aðra umferð, muna eftir bakæfingum og ekki gleyma rassinum... hmmmmm... hvernig geri ég lognormaldreifingarfall í Matlab... veit það ekki => aðra umferð, armbeygjur, magaæfingar, rass... get ekki meir. Ef ég get híft mig upp þá má ég sleppa heimaverkefninu, It's now or never... get það ekki... aumingi get ekki lyft eigin þyngd (sem er svo sem ekki fyrir hvern sem er)
Heimaverkefni versus teygjuæfingar.
Fætur, magi, bak, hendur...
Heimaverkefni versus splitt...
Ég þarf greinilega að gera þetta helvítis heimaverkefni...
Spyr Víking... málið leyst!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home