Wednesday, September 29, 2004

Það á mann lifandi að drepa! Það er gaman að vera í skóla, þægilegt líf. Það stendur ekkert til að breyta því neytt, enda erum við á lúsalaunum sem námsmenn. Framfærslan (námslánin ) er ekki nema um 77 þúsund á mánuði, sem gera um 450 kall á tímann miðað við 40 stunda vinnuviku. Þar af fer ekkert í lífeyrissjóð, orlof eða verkalýðssjóð, enda erum við með öllu réttindalaus ef til átaka kæmi.
Fyrir utan þessar örfáu krónur SEM VIÐ ÞURFUM AÐ ENDURGREIÐA MEÐ VÖXTUM, litlum þó, þá megum við ekki vera með nema 300 þúsund yfir sumarið; þá fara lánin að skerðast.
Engu að síður valdi ég að fara í skóla. Vinnuvikan hjá mér er um 60 vinnustundir, sem gera um 320 krónur á tímann. Þar sem ég baksaðist við að vinna alveg helling í sumar þá fæ ég tekjuskerðingu og er komin með um 250 kall á tímann (sem ég þarf náttúrulega að endurgreiða seinna meir).
Ég er bara ,,heppin", og fór í nám sem kemur til með að borga þetta upp seinna meir. Ég gæti náttúrulega hæglega farið strax út á vinnumarkaðinn, náð mér í starfsreynslu og verið komin með 300 þúsund kall á mánuði. (Miðað við 60 tíma vinnuviku) Smá aukavinna hér og þar en ekkert yfirþyrmandi. Þar af væri um 200 þúsund kall í vasann sem þýðir að á meðan ég er í fimm ára háskólanámi gæti ég unnið mér inn nettar 9 milljánir í vasann.
Í ríkissjóð myndi ég skila miðað við 38% skatt og um 77 þúsund króna persónuafslátt, 3.9 milljónum á þessu 5 ára tímabili mínu.
Í staðinn tek ég námslán sem ég skuldbind mig til að greiða seinna meir, lifi eins og frumbyggi (á ekki einu sinni bíl og hef aldrei átt), þræla mér út við heimadæmi og skýrslugerðir dag eftir dag, nótt eftir nótt, flyt fram og til baka helst tvisvar á ári (sem þýðir að ég á hvergi heima).
Þetta kalla ég hugsjón, en ég kem til með að ljúka þessu ljúfa lífi mínu og fara út á vinnumarkaðinn. Ég get ekki haldið áfram þessu ljúfa lífi, nema ég sé til í að búa við þessi kjör það sem eftir er ævinnar. Ég er ekki til í það og þess vegna fór ég ekki í kennarann!!! Miðað við þessa 200 sem byrjuðu í kennaraháskólanum voru 600 sem vildu komast að, en fengu ekki inn, þá ætti aðsóknin að vera nóg. Það er greinilega eftir einhverju að sækjast, þó að það séu ekki launin. Maður velur, það er ekki bæði hægt að hafa þægindi og góð laun... það á ekki saman.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home