Thursday, April 01, 2004

Sumir eru bara dæmd mistök !
Nýjasta áhugamálið þessa dagana er að læra á fiðlu. Spilaði í fyrsta sinn í fyrradag, fyrsta lagið mitt sem var ABCD. (það er svo einfalt að spila það á fiðlu af því að flest tónbilin í laginu eru tónbilin á milli strengjanna) Þetta var á fiðluna hennar Láru.
Í gær fórum við Begga og keyptum strengi í gömlu fiðluna sem amma gaf mér og við settum þá í í dag. Viti menn, það virðist vera hægt að spila á hana. Keypti líka myrru á bogann og bar duglega á hann.
Sirrý vissi eitthvað af þessu brölti mínu eftir að ég talaði við hana í morgun. Svo þegar ég var búin að setja strengina í og stilla hana þá ákvað ég nú að leyfa henni að heyra.

Hringdi í Sirrý... (viðtalandi = skáletrað)

Halló

Hæ, heyrðu hlustaðu...

Svo renndi ég boganum nokkrum sinnum yfir strengina og hafði tólið við fiðluna.

Heyriru?

Jaaaáááá...

Erett ekki flott? Gat meira að segja stillt hana sjálf, bara eftir píanóinu, hún virðist alveg virka, fyrir utan það að ég kann ekki á hana...

Hver er þetta?

Huh...ég... er þetta ekki Sirrý systir?

eeee helduru að þú sérst ekki að tala við vitlausa manneskju

Hey, leyfðu mér að tala við hana (hélt að þetta væri Þúfu-dóttirin)

ég á enga systir, helduru að þú sérst ekki að hringja eitthvað vitlaust

Í hvaða númer hringdi ég?

4370

Þá náttúrulega trompaðist ég úr hlátri og stelpu greyið fór að hlægja líka. Einhver fyrir aftan hana fattaði að það var eitthvað furðulegt um að vera í símanum, hann hefur örugglega heyrt gaulið líka.

Óóóóooo, ég gleymdi að ýta á núll (það er innanhús kerfi hérna) ææææ,æææ. Heyrðu, þá ætla ég að drífa mig að hringja í Sirrý systur og spila fyrir hana...

Já, gerðu það...

já, ehe bless bless. di-di-di-di

Múhehehehehehe. Og það var ekki eins og ég hefði hitt á að hringja á Djúpavog þar sem ég þekki engann. ÉG HRINGDI Í NÆSTA HÚS !!!, og sé þessa manneskju örugglega reglulega. Ætli hún sé með símanúmerabirti. Ætti kannski að prófa að hringja aftur og spyrja hana að því. Þá heldur hún að ég sé alveg geðveik, ekki bara 98%.

Hæ, þetta er fiðlusnillingurinn í næsta húsi, var bara að spá hvort þú værir nokkuð með símanúmerabirti? Þú veist ekkert hver ég er, er það?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home