Wednesday, April 28, 2004

Fór út í dag... hafði mig alla leið út í búð hérna hinu megin við hornið. Mjólkin var búin og ég get ekki borðað Coco Puffs með neinu öðru. Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar en ég bara kem því ekki niður. Keypti mér líka kaffi, gott expresso kaffi ! Ég er samt farin að taka eftir því að það er komin svona olíubrák ofan á kaffið hjá mér. Annað hvort er svona illa þvegið upp eða það hreinlega myndast olíubrák á kaffinu eftir að styrkleiki þess er kominn yfir eitthvað visst stig. Það mætti nú rannsaka þetta. Kitta verður sett í málið þegar hún kemur heim;)... Spurt er... af hverju er olíubrák á kaffinu mínu?

En mér var boðið í mat í kvöld. Lára ætlar að elda fisk handa okkur.

Ég er hreinlega að farast úr eirðarleysi, vil endilega fara að byrja í þessum prófum svo að þeim ljúki einhvern tímann. Ég hef enga eirð í mér til að læra fyrr en það þetta byrjar, þá kemur smá pressa og smá spenningur í þetta allt saman. MIG LANGAR HEIM Í SVEITINA !!!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home