Tuesday, January 20, 2004

Úffff !!! Var í könnun hjá Hagstofu Íslands. Við Gummi erum nefninlega fjölskylda núna og þau vildu fá að vita hversu miklu við eyddum, og í hvað. Mér fannst svo sem í lagi að taka þátt, en ég átti nú ekki von á þessu. Þvílíkur tími... ,, analyzing my live ". En það er svo sem ágætt að spá í þetta öðru hvoru. Í verðlaun fékk ég svo heimilistæki af einhverjum lista úr elko. Af öllu þá vantar mig bara ekki heimilistæki, bara alls ekki ! Reyndar gat ég líka valið um 3 -5 mánaða áskrift hjá einhverju tímariti en gallinn við það er að maður losnar svo aldrei við þau þegar fría áskriftin er búin. Þannig að í dag hef ég lokið mínum skyldum sem þjóðfélagsþegn landsins.

Í gær var fórum við út að borða á Ítalíu. Vorum að halda smá kveðjuteiti fyrir Kittu sem er að fara til Portugal á fimmtudaginn. Mæli sérstaklega með sniglunum í hvítlaukssmjörinu og smokkfisknum. Það var búið að segja mér frá sniglunum þannig að ég varð að prófa þá, og svo finnst mér smokkfiskur æði. Fengum eitthvað ítalskt hvítvín með, Fumario, eitthvað svoleiðis. Það var ágætt, annars finnst mér alltaf einhver gambrakeimur af hvítvíni. Fórum svo á eftir heim til Carlosar og hituðum okkur súkkulaði í ,,fondú-pott" og vorum með ávexti og sykurpúða sem við dýfðum í þetta. UUMMMmmmm, geggjað gott.
Þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur hver svaf af sér stærðfræðigreiningu í morgun...Ilmur, Kitta, Carlos, Lára, Hóa, ég og GummiVið að fá okkur fondoo (hvernig svo sem maður skrifar þetta)