Tuesday, February 10, 2009

Hentir ykkur einhvern tímann að:

1. Geta ekki borðað brauðsneiðina af því að marmelaðið fór undir ostinn en ekki yfir ostinn?
2. Súkkulaðikakan sé óæt nema þið fáið að borða hana beint af tertufatinu með berum lúkunum og þá aðallega efsta (krem) lagið.
3. Geta engan veginn hugsað ykkur að fara í skólann nema þið fáið að fara í bleiku, glimmer ballskónum. Geta ekki => öskra, gera sig máttlausann, spyrna í dyrakarminn eða halda dauðahaldi í hurðina...
4. Henda kakóglasinu þvert yfir eldhúsinu af því að það var ekki hrært í því með réttri skeið.
5. Verða að fara í hlýju ullarsokkana UTAN YFIR skónna áður en farið er út.
6. Elta einhvern grenjandi um allt og henda sér í gólfið í hvert skipti sem viðkomandi lítur á þig, af því að kleinurnar eru búnar.
7. Geta ekki borðað súrmjólkina af því að mamma hellti henni í skálina en ekki pabbi. En þegar búið er að hella henni aftur í fernuna og pabbi hellir henni svo þá bragðast hún rosalega vel
8. Vakna syngjandi kl. 7 á morgnana
9. Upplifa það rosalegt áhættuatriði að standa uppi á stól, öskra á hjálp og segjast alveg vera að detta.
10. Finnast það ógeðslega gaman að ýta til stólum eftir flísinum sem gerir geðveikann hávaða bara af því að mamma er að læra og pabbi er að lesa moggann.
11. Borða tvisvar sinnum morgunmat, tvisvar sinnum hádegismat, miðdegiskaffi og kvöldmat á hverjum degi án þess að bæta við einu einasta aukakílói.
12. Borða rúsínur með... öllu! þ.m.t. út á fiskinn og með eggjakökunni...

etc...

Ég bý með einstaklingi þar sem a.m.k. 3 af þessum atriðum gerast á hverjum degi! Er það alveg eðlilegt eða liggur óeðlileikinn mín megin?

Það eina sem ég man eftir að hafa upplifað af þessum atriðum er að marmilaðið á náttúrulega að fara ofan á ostinn en ekki undir hann ;) Annað er ómögulegt...

11 Comments:

Blogger Kristjana said...

Það hefur alveg hreint ótrúlega margt af þessum lista hent mig, eða svo er mér sagt. Þú getur huggað þig við að það rjátlaðist af mér áður en við kynntumst, svo það eru max 15 ár eftir ;)

4:36 AM  
Anonymous Anonymous said...

Mikið er ég glöð að sjá að ég er ekki sú eina sem bý með einstakling sem sýnir þessa sömu takta !! Eina viðbótin er að það er betra að frjósa gargandi í hel útí snjóskafli en að þiggja aðstoð við að komast inn :)
Berglind

11:04 AM  
Anonymous Anonymous said...

Mikið er ég glöð að sjá að ég er ekki sú eina sem bý með einstakling sem sýnir þessa sömu takta !! Eina viðbótin er að það er betra að frjósa gargandi í hel útí snjóskafli en að þiggja aðstoð við að komast inn :)
Berglind

11:04 AM  
Anonymous Anonymous said...

Mikið er ég glöð að sjá að ég er ekki sú eina sem bý með einstakling sem sýnir þessa sömu takta !! Eina viðbótin er að það er betra að frjósa gargandi í hel útí snjóskafli en að þiggja aðstoð við að komast inn :)
Berglind

11:04 AM  
Blogger Katrín said...

Hehe... Kitta! á þeim 10 árum sem við höfum þekkst þá held ég að það sé næstum því ekkert sem mér dettur í hug sem þú hefur ekki lent í! Ég held að orðið hrakfallabálkur sé næst lagi :):):) you are one of a kind ;)

Það vantar bara snjóskaflana hérna fyrir utan. Í staðinn hangir hún á pálmatréinu, sem er meira eins og huges ananas, hérna fyrir utan og neitar að koma inn. Trixið er að finna hund og láta hann fara á undan, þá eltir hún alltaf :)

11:59 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hehehe þið þurfið að fá ykkur fjárhund til að smala krakkanum inn :)
Berglind

2:52 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ha, ha ,ha.....ég hélt fyrst að þú værir að lýsa barnæsku Vilborgar....hehehehe.....nei bara djók.
Allir vita að súmjólkin bragðast ekki eins eftir því hver hellir henni!!! DAAA!!
Hildur

10:53 AM  
Anonymous Anonymous said...

Það er gott að hafa marmelaðið undir, þá límist osturinn svo vel fastur við brauðið, og ef maður missir sneiðina í gólfið (sem kemur merkilega oft fyrir hjá mér), þá klínist ekki marmelaði á gólfið!

1:42 PM  
Blogger Katrín said...

Sunna! Þið Gummi eruð á sama máli! Hann segir að þetta sé alveg tíbískt verkfræðirugl. Það eigi að líma tvo hluti saman, ostinn og brauðið og til hvers það sé að leggja hlutina tvo saman og svo límið ofan á allt saman... Hann er á því að þetta séu tíbískt í samskiptum smiðs og verkfræðings ;)

3:10 PM  
Blogger raggatagga said...

Ég verð eiginlega að vera sammála Sunnu og Gumma, það er betra að hafa ostinn ofaná. Þá getur maður líka haldið vel á brauðinu án þess að fá marmelaði á puttana!

7:42 PM  
Blogger Katrín said...

Þið skiljið þetta ekki!!! Marmilaðið bragðast betur þegar það er ofaná ! ;)

5:20 PM  

Post a Comment

<< Home